Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, júlí 31, 2003

-Golf og aftur golf-

Heimir bróðir og Birgir Leifur Hafþórsson fóru saman í golf um daginn og má sjá myndir af þeirri ferð hér. Ég smellti líka nokkrum af Inga Rúnari syni hans og Betu, en þessi 3. ára töffari er að sjálfsögðu búinn að eignast golfsett.

Af mínum golfferðum er það að frétta að ég bætti mig um heilt högg á hringnum á GÓS vellinum í gærkvöldi .. Þetta hefst allt saman, það er ég viss um!! Ég fer á fyrsta punktamótið mitt í kvöld en ég er ansi hrædd um að það verði ekki spurning um hvort heldur hversu mikið ég fer á taugum .......

OOHHHHHH!!!

Nú er heldur betur farið að styttast í helgina en það er komið babb í bátinn. Ég er komin með hálsbólgu!! Ekki veitir mér af röddinni fyrir gospel tónleikana, svo mikið er víst. Ég lenti í þessu böli síðast fyrir Eurovision sýninguna á Broadway og þá voru sko góð ráð dýr. Þar sem að ég á nú svo góða að kepptust allir við að koma með alls kyns húsráð og var bekkurinn minn í Kennó ansi öflugur í þeim efnum ... Ég var látin sulla í mig viskí í einni pásunni og drekka alls kyns ógeðslegar blöndur. Röddin kom að hluta til fyrir rest en ég var orðin ansi stíf af öllu sullinu sem var troðið í mig .... Aðal atriðið var allavega að ég gat tekið þátt í sýningunni. Nú eru þrír dagar til stefnu og ég auglýsi hér með eftir gullna töfraráðinu sem enn hefur ekki fundist!!!!

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Gleði gleði



Frekja og óþolinmæði íslenskra kúnna geta verið kostuleg. Í fyrradag vorum við tvær frammi í afgreiðslu, önnur að afgreiða og ég að fylla tóman kæli, með fangið fullt af gosi. Við borðið stóðu einn kúnni og var verið að afgreiða hann. Þá kemur kerling að borðinu og segir við mig með frekjutón "afgreiddu mig núna". Ó nei - það var sko ekki hægt að biðja um það kurteisislega. Ég lagði allt saman úr fanginu á í eina hrúgu á borðið og labbaði til konunnar en hvað gerir kerla?? Löng þögn líður og hún segir "ég er ekki alveg búin að ákveða mig" .... Þetta er sko ekkert einsdæmi um fólk sem heldur að jörð og heimur snúist um það þegar það stendur við afgreiðsuborðið og leyfi ég mér að fullyrða að við Íslendingar séum með þeim verri í þessu málefni.

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Dagskrá

Ég rakst á dagskrána fyrir Skagaströnd á síðunni hennar Dísu skvísu. Dagskráin er nú ekki ýkja mikil ... en ég stend við fyrri orð!! Hugarfarið um að skemmta sér skiptir öllu .... JEY .....

Gospel

Ég fór á gospelæfingu, fyrir Verslunarmannahelgina, í gær ... Hann Óskar Einarsson gospel snillingur með meiru kom í Esso-gleðina þar sem ég spurði hann hvenær æfingin byrjaði á þriðjudagskvöldið. Hann horfði á mig skrítnum augum og sagði að hún væri í kvöld .. Eftir smá eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði keyrt frá Reykjavík einu kvöldi of snemma ... RÆS RÆS .... Það var ekki annað að gera en að ræsa út allt liðið (minns og tæplega 30 Skagstrendingar) og hefja æfingu ... (Þúsund þakkir Anna Margrét fyrir koma og vinna fyrir mig). Ég mun syngja eitt sóló í ár "He´s got the whole world, in his hand" og munu Fannar Viggós, Sigga Beinteins og Bjöggi Halldórs einnig syngja sóló .... o ó ... Mér finnst fátt skemmtilegra en að syngja gospel tónlist og get ég farið "í annan heim" þegar Óskar spilar á píanóið, það er ekki ekki hægt að lýsa því með orðum .....

mánudagur, júlí 28, 2003

Verslunarmannahelgin er á næsta leyti!! Vestursýslubúar ætla að fjölmenna í fjörið í Eyjum og mig langar SVO mikið með .... Ég held samt að helgin verði spurning um jákvætt hugarfar því maður getur skemmt sér hvar sem er ef maður ætlar að hafa gaman .... Ekki skemmir að Hrefna og Þórður ætla að koma norður .... Hvert ætlið þið??

Mér sýnist á öllu að Kiddi hafi flippað með myndavélina í sumarfríinu .. Hann var að setja inn helling af myndum .....

föstudagur, júlí 25, 2003

-Rjúpnaveiði-

Argasta arg ... Það stefnir í að ég fái engar rjúpur í jólamatinn næstu 3 árin. Ég hef upplifað ein jól án þess að fá rjúpur og það voru skelfilegustu jól EVER .... Ég gulltryggði mig um síðustu jól og sendi bæði Ármann og Þórð á fjöll svo að ég fengi nú örugglega í soðið ... En nú er komið babb í bátinn ....
Í vor fékk ég þá flugu í höfuðið að fara á skotvopnanámskeið. Ég verð sennilega að standa við þau orð og fara að skjóta mínar rjúpur sjálf .... Rjúpur skal ég fá!!

En svona úr einu í annað .... Það er ekki af þeim Liverpool mönnum skafið ..... Kíkið á það hér.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

-Siglufjörður-

Í gær skellti ég mér með Hauki trommara í Búrabyggð. Ég hef ekki farið þangað í mörg ár og það var hálf skrítin tilfinning að keyra inní bæinn. Ég hef oft komið til Siglufjarðar en bara farið í tvennum erindagjörðum. Eitt skipti fór ég á Síldarævintýri en fannst það svo hræðileg upplifun að ég lét afa, sem einnig var á svæðinu, keyra mig heim (svona er maður nú normal) ... Þannig fór sú ferð allavega ... Öll hin skiptin hef ég verið á Sigló til að keppa í fótbolta. Þess vegna fékk ég svona líka þvílíka stress tilfinningu þegar ég kom inní bæinn í gær því það helltist yfir mig að ég væri á leiðinni uppá völl að keppa og að ég yrði að fara að setja kollinn í gang fyrir leikinn ... Merkilegt nokk ... Þegar mér loksins tókst að telja taugunum trú um að ég væri bara í saklausum rafmagnspælinga erindagjörðum en ekki til að sigra KS í fótbolta fór ég að velta fyrir mér hvernig fólk getur búið þarna ... Bærinn er fallegur og örugglega ágætur á sinn hátt en ég fengi innilokunarkennd dauðans þarna á veturna. Fjöll, mikill snjór og göng til að komast út úr bænum hljómar ekki traustvekjandi ...!!

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ég og Kristín fórum í golf áðan .... (sem er víst ekki orðið frá sögum færandi). ÉG spilaði bara nokkuð vel og eftir 8. holu stefndi í að ég myndi bæta mig um ca 6 högg. En hvað gerir Hugrún með sínar taugar sem eru jafn sterkar og tvinnaspotti???? HUMM .... Ég fór síðustu holuna á ....... (öll blótorð sem ykkur dettur í hug) .... 15 höggum!!!! HALLÓ ... Hvernig er það hægt???

*Golfferð*

Ég fór í golf í gærkvöldi (sem aldrei fyrr) og tókum við fimm fræknu saman hring (ég, Kristín, Heimir, Binni og Kristó). Það er fátt jafn gaman og að vinna strákana á holum, tala nú ekki um þegar við eigum sama teig ;-) Þótt þeir vinni mann í 99% tilfella er frábært að geta tönglast á þessari einu holu þar sem heppnin var með manni því það virðist stundum fátt fara meira í taugarnar á sumum ... humm ....

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Binni sáli

Ég mæli með því að sem flestir kíki á síðuna hans Binna sála. Kappinn var að setja inn nýja könnun og það verður fróðlegt að sjá hversu mikla trú við hin höfum á hann ...... Mun hann verða næsti sálfræðingur Blönduóss eða hvar endar þessi skólaganga?? ;-)

mánudagur, júlí 21, 2003

Minns er alltaf að læra eitthvað nýtt .... !! Kolla Stella (snillingur með meiru) var að kenna mér að setja inn myndir ... jabadabadú ........

-Helgin-

Mín ætlaði heldur betur að slaka á og hafa það gott um helgina .. en vandamálið er að þegar ég segi nei þá hljómar það sem já í eyrum allra annarra. Þetta endaði með því að á föstudaginn spilaði ég á saxann á setningu Matarlistar 2003 og tók Esso vakt, á laugadaginn spilaði ég í jarðaför, söng Supremes ásamt Ardísi (vantaði Hrabbý) á Bylgjulestarpallinum og Landi og sona ballinu og söng og spilaði í afmæli ... Þetta þýddi æfingar eftir miðnætti og á morgnana því hvenær á ég lausar stundir????? Þetta var samt auðvitað líka gaman ;-) Afmælið sem ég var að spila og syngja í var á Stóru-Ásgeirsá, en við Ardís vorum afmælisgjöf frá Magga Kjartans og Jónasi R. (umboðsmanni íslenska hestsins). Gaman að því ;-) ... Þá er bara að setja sig í gírinn fyrir næstu helgi .. vinna, vinna, vinna :-( ... Einhverjar hugmyndir um mínúturnar þess á milli??

föstudagur, júlí 18, 2003

Óvissuferðin

Ég skellti mér í óvissuferð með Esso liðinu í gær. Ferðin var hin skemmtilegasta og Ari fór á kostum ... Það hafa greinilega ekki allir kynnst öllum hans hliðum því hann reitti af sér brandarana hægri-vinstri. Ég og Unnur skipulögðum ferðina og var það vandasamt verk ... Við enduðum þó með því að setja liðið í ruslapoka og grímur á þau öll, auk þess sem við bundum alla saman og lýstum yfir að þema ferðarinnar væri samvinna ... OG HANA NÚ!! Við þrömmuðum að Fróða húsinu og þar grilluðum við og fórum í leiki. Okkur tókst að afreka ýmislegt og héðan í frá verður það einkahúmor Esso-skálans að "STÓLA" á mig og Siggu .... en ég þori nú ekki að útskýra það betur í augnablikinu .... (starfsfólk Esso ætti að skilja af hverju) ... ;-)
EN ... ALLIR í helgargírinn!!

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Klúðraði myndinni í gær .... og nú er ég að klúðra comment kerfinu. Ég kemst alltaf hálfa leið í öllu og svo brestur þolinmæðin .... ;-) Ég er búin að hafa það af að setja inn teljara .. en hvernig í fjandanum get ég staðsett hann rétt???

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Minns var búinn að hanna þetta líka glæsilega "look" á síðuna .. en viti menn. Fiktið tók völdin og ég týndi því ... veit ekki hvert. TILRAUN TVÖ hefst því hér með. Annars er þetta hin besta þolinmæðis æfing .... ekki veitir af. ARG .... ;-)