Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, september 27, 2003

Skál .... eða þannig

Þá er fyrsta edrú partýið yfirstaðið og tæpir 6 mánuðir í að ég megi drekka aftur .... Þetta hlýtur að venjast, en ég held samt að áramótin og árshátíðin hjá Kennó verði erfiðustu hjallarnir.
Maður hljómar eins og einhver alkahólisti sem telur niður dagana. Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá skuluð þið ekki voga ykkur að halda að ég sé ófrísk ....!!!!
Hvað partýið varðar þá var svaka stuð - fullt af Mosfellingum og gamlir Veslingar. Ekki það að maður hafi ekki oft verið edrú á svona samkomum, en það er hálf skrítin tilhugsun að verða ekki í með bjór í hönd í næsta partýi og partýinu þar á eftir o.s.frv. Bara svo að þið vitið það þá ætla ég mér ekki að verða einhver dauðadæmdur bílstjóri .... þótt ég verði nú alveg til í það öðru hverju, fyrir utan að einhverjir eiga að sjálfsögðu nokkur skutl inni. Ef það eru einhverjir sem ég myndi aldrei láta mér detta í hug að neita þá eru það þeir félagar Óli Magg og Óli Valur ...!!! Þeir eru einhverjir mestu öðlingar sem hægt er að finna og voru endalaust duglegir að keyra mann á árum áður .... Kannast ekki einhverjir við að hafa setið í bíl hjá þeim??

miðvikudagur, september 24, 2003

Göngur


Mikið ofboðslega var gaman í göngum á laugadaginn.
Mikið hrikalega var samt kalt.
Mikið rosalega ætla ég ekki að missa af þessari uppákomu oftar.
Mikið svakalega fékk mikla strengi í magann af öllum stöðum.

Nóg af bulli ......

Loksins kom að því að ég komst með í þessa langþráðu ferð. Árni Björn (pabbi Þrastar og Svans) var svo góður að lána mér hest .... sem Þröstur á nú reyndar ...... og þá var ekki aftur snúið. Veðrið var að hætti Íslendinga, ýmist sól, rigning, rok, logn eða allt í bland en ég lét það ekki spilla túrnum. Komst meira að segja að því að ég hlyti að vera hörkukvendi fyrst ég lifði alla ferðina af og datt ALDREI af baki, enda mikill gæðagripur sem flutti mig áfram. Mér fannst annar hver maður falla til jarðar .. (menn kannski í misjöfnu ástandi til að sitja hest). Ekki var ég í slæmum félagsskap á leiðinni því Maggi Kjartans var mér samferða og Jónas (umboðsmaður hestsins) .... Skarphéðinn, Vala Á. og Árni voru líka voða dugleg að líta til með stelpunni .....

fimmtudagur, september 18, 2003

Laugavatnsferð

Minns fór ásamt slatta af brjálæðingum úr Kennó að kíkja á íþróttagarpana á Laugavatni ..... Gleði gleði og allir í miklu stuði.

Var ég virkilega edrú?
Var maður eitthvað þreyttur?
Voða var ég hress?
Hvað er verið að tosa í mann?
Var ég alls staðar þar sem myndavélin var eða var myndavélin alls staðar þar sem ég var?
Brosa

Annars má sjá allar myndirnar úr þessari frábæru ferð hér.

mánudagur, september 15, 2003

Kraftaverk gerast enn


Ég er komin yfir þann óþolandi vana að sofna yfir í einu orði ÖLLUM bíómyndum sem ég reyni að horfa á. Ég hugsa mér gott til glóðarinnar því nú get ég loksins farið að horfa á allar þessar gömlu góðu .... Horfði á The Fifth Element í gær og dottaði ekki í eina mínútu. Það er sko met hjá mér!!

fimmtudagur, september 11, 2003

Klikkað veðmál


Linda átti afmæli í gær .... 21.árs gellan ... Til lykke med det!! Ég mætti að sjálfsögðu í afmæli hennar en útkoman úr því teiti varð veðmál. Ragnar og Þórður voru í afmælinu með litlu nýfæddu krílin sín og auðvitað hófust nú umræður um það hver af okkur frænkum verði næst. Kristín var reyndar ekki á staðnum en hún verður hluti af þessu veðmáli án þess að hún hafi nokkuð um málið að segja. Sú okkar sem fyrst verður ólétt þarf að bjóða hinum frænkunum til Danmerkur, semsagt borga flug báðar leiðir. Þetta verður dýrt spaug fyrir þig Svanhildur!! ... Það kom líka upp sú hugmynd að gera samning. Hann felst í að ef ein af okkur (Svanhildur, Linda eða minns) verður ólétt þá verða hinar að skella í eitt líka svo við getum nú verið eins og mæður okkar allra, allar ólettar á sama tíma. Það gekk samt eitthvað treglega að fá alla aðila til að samþykkja það. Segið svo að við frænkur séum ekki létt geggjaðar!!

mánudagur, september 08, 2003


Það kom þá að því að maður fór bíó aftur .... Hef ekki farið í marga, marga mánuði. Ef ég man rétt fór ég síðast á einhverja spennumynd með Suat í Danmörku .....
Ég gat sko skellihlegið að þessari mynd. Oft er ég voða smeyk við myndir sem eru númer 2, 3 o.s.frv. því sú fyrsta er yfirleitt langbest, en hinar frekar misheppnaðar. Þessi gefur þeirri fyrstu hins vegar ekkert eftir..!! Annars er alveg merkilegt hvað maður getur endalaust hlegið að einhverri "aulafyndni".

Samlíf

Ég hafði það af að taka eina ákvörðun um helgina, já eða í gærkvöldi. Ég fékk bakþanka með Samlíf því við Kidda fengum ekki að vita allan sannleikann í upphafi. Fyrst var okkur sagt að við yrðum með tekjutryggingu allan tímann sem reyndist svo verða bara í 2 mán. og svo kom á daginn að við áttum að vera verktakar hjá fyrirtækinu ..... Það finnst mér EKKI sniðugt ....!! Eftir smá umhugsun og gleðifréttir frá LÍN ákvað ég, ásamt Kiddu, að segja þessu starfi lausu ....

fimmtudagur, september 04, 2003

Réttir

Brumm brumm á Dósina í kvöld. Sveitastelpan verður í mér um helgina því á laugadag eru réttir. Kannski einhver sannleikur í því sem Bjarki í Kennó sagði "Þú ert svo mikill bóndi" ...... Ég er alltaf skilgreind sem sveitavargurinn í klíkunni. Ég verð í tvöföldum ham í ár því ég missti af réttunum í fyrra .... sá allavega engar réttir í Danmörku. Ekki margar kindur á Himmelbjarget!! Svo er bara að leyta uppi stíft og hamrað rollurnar eða 21H5 (dökk brúnt merki í hægra eyra), það má alltaf bjarga sér á því. Versta tilhugsun afa er að heyra kallaða upp rollu frá honum í töfludrætti þannig að hann sér um að þræla manni út.

miðvikudagur, september 03, 2003

Klúður

Ég og Kidda svissuðum úr Veggsport í Hreyfingu. Það getur verið strembið að læra að rata á nýjum stöðum og komst ég heldur betur að því í gær. Ég átti að vera mætt í tíma kl.17:30 og var eitthvað seint á ferð. Mér fannst ferlega slæmt að mæta of seint strax á fyrsta degi og var heldur mikið að flýta mér. Ekki hafði ég hugmynd um hvar salurinn sem ég var á leið í væri, en æddi inn þar sem mér fannst líklegt að ég ætti að vera. Við mér blöstu nokkrir karlmenn í sturtu .... Það var sko ekki lítið vandræðalegt að standa allt í einu inni á miðju gólfi í karlaklefanum .....!!

þriðjudagur, september 02, 2003

BUSY

Þá er maður búinn að leggja línurnar fyrir veturinn!! Úff ...... Það hefur oft verið talað um að ég sé þessi busy týpa en í vetur verður meira að gera hjá mér en nokkurn tímann áður ...... Ég verð í fullu námi í Kennó, 8 klst. á viku í Söngskólanum, Kammerkór Reykjavíkur, vinna hjá Samlíf og í sprikli með Kiddu .... já og svo á víst að fara að stofna Kennó kór. Ef ég hef einhvern tímann haft þörf fyrir að skipuleggja tímann VEL og rúmlega það, þá er það núna. Stóri kosturinn er hins vegar sá að ég er búin að koma hlutunum þannig fyrir að ég á frí um helgar .. smá tími til að hlaða ... heh ... já og læra og æfa sig. Ég er löngu búin að fá nóg af öllu þessu álagi en samt finn ég ekki stopp takkann á þessu öllu saman og bæti bara við mig ef eitthvað er. Ég held ég verði að flytja út í Hrísey til að ná mér niður.