Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Juleferiet

Jæja ... Nú er alvaran tekin við og kominn tími til að læra til tilbreytingar ... Þessi vika verður tileinkuð aðferðafræði og svo er maður bara kominn í jólafrí 5. des!!!! ... já eða svona næstum því. Ég tek 4. stigið í söngnum 12. desember og eftir það bruna ég Norður og helga jólunum Esso-skálanum. Yfirvaldið þar á bæ fer í frí þannig að ég leysi þau eitthvað af og ráðskast dáldið :) En hvað er þetta með að finna sér alltaf eitthvað annað að gera en að læra þegar manni veitir ekki af því að troða einhverju inní hausinn á sér .... Allir litlu hrekkjalómapúkarnir ofsóttu mig um helgina. Hvernig væri nú að leggja sig, þarftu ekki að þvo þvott, langt síðan að þú hefur þurrkað af, hvernig væri nú að taka til í fataskápnum ... Þeir voru alltaf að espa mig út í að gera einhverja aðra hluti en að læra. Þeir bera fulla ábyrgð á þeirri litlu visku sem ég innbyrti um helgina ...

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

There is a god

Súper sátt núna mar ..... ÉG fékk undarlega innborgun inná reikninginn minn á mánudaginn. Ekki átti ég von á að fá pening bara fyrir að vera til og fór á stúfana. Þá kom í ljós að þessi peningur kom frá Háskóla Íslands. Það var nú ennþá meira dularfullt því ég á engin samskipti við þá stofnun ... Hlaut að vera einhver misskilngur á ferðinni þannig að ég ákvað að aðhafast ekkert í málinu því ég var alveg viss um að ég fengi símtal um einhvern misskilning. EN viti menn .... í dag fékk ég tölvupóst frá ERASMUS um að ég ætti von á glaðningi inná reikninginn minn. Þegar ég fór til Danmerkur á vegum ERASMUS voru svo margir sem hættu við að fara út og þess vegna voru afgangs peningar sem áttu að fara í styrki .... jíha ....!!! Ég fékk svona fíling eins og ég hefði unnið í happdrætti á besta tíma því nú er ég tæpum 17.ooo kr ríkari svona rétt fyrir jólin.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Afmælisdagurinn minn ;)


Milljón þakkir til allra sem mundu eftir mér á afmælinu mínu .... Toppaði kannski ekki besta dag lífs míns fyrir ári síðan, sem má lesa um hér, en það var ansi nálægt því. Linda og Svanhildur kunna sko að gleðja mann ...!!
ÉG verð nú að segja að ótrúlegasta fólk hringdi, sendi mér tölvupóst eða skilaboð. Annars átti ég frábæran afmælisdag. Byrjaði á að vakna kl.8 og var mætt í ræktina kl.9. Næst lá leið mín í Grafarholtið til Höllu og Nonna þar sem ég skoðaði litlu skvísuna þeirra, algjör dúlla. Síðan var haldið á Laugaveginn að syngja jólalög því Orkuveitan var að tendra jólaljósin í bænum, já eða halda uppá afmælið mitt ;) Af Laugaveginum lá leið mín á Thorvaldsen því Jónatan (kærastinn hennar Ardísar) var að opna ljósmyndasýningu. Allir að drífa sig á sýninguna, hún stendur til 3. janúar. Lokapunkturinn var svo partýið heima hjá mér um kvöldið ... Fullt af fólki mætti á svæðið og var svaka stuð á liðinu. Tveir aðilar NENNTU reyndar ekki að koma, þeir eru ekki í náðinni hjá mér núna ;) (svona til að fyrirbyggja misskilning þá varst það ekki þú Jórunn mín :) ) ÉG vona að nágrannar mínir í blokkinni fyrirgefi mér einhvern tímann lætin því við sungum hástöfum. Reyndar kvartaði nú enginn þannig að þetta hlýtur að hafa verið svona fallegur söngur ....... Svo voru líka einhverjir í hrekkjalómastuði, Binni ekki saklaus, gaman að því.... Að sjálfsögðu kíktum við svo í bæinn (þeir sem ekki voru dánir) þar sem Hverfis varð fyrir valinu. Þar skemmti ég mér stórvel svona þegar adrenalínflæðið róaðist. Abbababb og fuglasöngurinn voru ekki beinlínis að höndla að vera í sama húsinu og það var einn stór brandari að fylgjast með "múvmentunum" þar á bæjum. Sigrún, takk fyrir hjálpina við að "kontróla" hlutina ;) Ég hélt svo heim á leið rétt fyrir kl.6 og er ekki í nokkrum vafa um að ég hef sjaldan eða aldrei skemmt mér svona vel edrú, með fullt af fullu liði .....

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Golftaktar

Blöndalinn er alltaf með húmorinn í lagi .. Nú er hægt að sjá hversu "góð" ég er í golfi á síðunni hans. Ég verð samt að segja að sveiflan gæti alveg verið verri!! .. já eða æfingasveiflan eins og ég kaus að kalla hana. Tekur reyndar smá tíma að opna þetta ... en þolinmæði er dyggð. Hér með opna ég fyrir samkeppni um hvernig ég eigi að hrekkja Kidda ... það má vera dáldið gróft sko. Vegleg verðlaun í boði ;)

mánudagur, nóvember 17, 2003

Prinsessa


Er maður ekki sætust í öllum heiminum!!! Ég var að setja inn link á litlu prinsessuna þeirra Höllu og Nonna. Endilega kíkið á skvísuna.

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Don´t mess with me ;)

Laugardagskvöldið var nokkuð nett. Karen vinkona fékk að sjá smá sýnishorn af nokkrum léttgeggjuðum vinum mínum ;) segi svona ..... Við spiluðum RISK með Binna Makk, Tomma sauð, Heimi Bal og Sigga sprengju (sem ég hafði reyndar aldrei séð). Við skiptum í þrjú lið og við Karen fengum það mission að útrýma græna liðinu (Binna og Sigga). Við mynduðum bandalag við Heimi og Tomma (fín hjálp til að útrýma grænum) en þeir sviku okkar ... helv. bastarðarnir. Þá var ekki um annað að ræða en að gleyma missioninu og skipuleggja svakalegustu hefndaraðgerðir sögunnar. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að skemma fyrir svikurunum og það gekk líka svona ljómandi vel, múahahahah!! Heimir sagðist aldrei á ævinni ætla að svíkja mig oftar því hann fengi það margfalt borgað, sem er nú engin lygi sko ... hehe. Annars skemmtum við okkur svaka vel .. engir Hættuspilstaktar á ferðinni.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Tapað-fundið

Mér brá ansi mikið á leið minni um Nýbýlaveg áðan. Þar trítlaði ein lítil og ljóshærð ca. 2.ára með dúkku í hönd. Ég gat ekki séð að nokkur væri með henni þannig að ég þorði ekki annað en að hlaupa hana uppi og athuga með gang mála. Ekki hafði greyið hugmynd um hvar hún átti heima og enn síður var hægt að fá uppúr henni hvað hún hét. Einu orðin sem hún fékkst til að eyða í mig var láttu mig vera. Ég varð að spinna heljarinnar lygavef og bjóða henni með mér á róló, og sú stutta var ekki lengi að samþykkja það. Á meðan ég ráfaði um götur í von um að finna einhvern sem þekkti hana og laug að henni að við værum á leiðinni á róló náði ég að hringja í neyðarlínuna ... Ákveðið var að ég hitti lögregluna við 10-11 hjá Þverbrekku en á leiðinni þangað rakst ég á konu sem fannst eins og eins og hún hefði séð stelpuna áður. Hún hélt að það væri möguleiki á að hún byggi í ákveðnu húsi og við þangað. Það kom heim og saman og ég þarf varla að taka fram að fólkið þar á bæ var meira en lítið ánægt að sjá hvað ég hafði meðferðis. Mikið var nú gaman að geta glatt fólkið með því að skila svona dýrmætum grip, þessi litla hnáta hefði getað endað illa, ein á þvæling, klædd í kjól og ráfandi um Nýbýlaveg. PASSA BÖRNIN SÍN!!!!

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ekki lengi gert :)


Þá er búið að laga bílinn minn, ekki lengi verið að kippa því í liðinn. Pabbi þeirrar sem keyrði á mig er bifvélavirki og þar sem ég er svo góðhjörtuð þá samþykkti ég að hann gerði við bílinn. Ég tók nú samt pabba með mér til öryggis :) Áður en við feðgin lögðum af stað hélt ég smá ræðu yfir honum um að hann mætti ekki undir neinum kringumstæðum æsa sig!! ... (hvaðan haldið þið að skapið mitt komi?). Þegar við komum var eins og bifvélavirkinn vissi ekki almennilega hvort hann ætlaði að vera leiðinlegur eða almennilegur ... en þegar við klessubílakonur byrjuðum að gantast með þetta allt saman urðu allir poll rólegir og hressir. Bíllinn kominn í lag og hún (sem er þekkt leikkona) var svo góð að gefa mér þrjá leikhúsmiða fyrir almennilegheitin. Segið svo að það sé alslæmt að einhver keyri á mann :)

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Krash

Hvað er þetta með að þurfa alltaf að vera fyrir einhverjum blindum ökumönnum??? ARG ....!!! Mér hefndist fyrir að vera að tala um að konur væru stórhættulegar undir stýri því auðvitað tókst einni slíkri að þruma á mig í dag. Sem betur fer var ég nú í100 % rétti en mér leiðist samt þetta skýrslu- og viðgerðarvesen ....!!!!

mánudagur, nóvember 10, 2003

Bland í poka


Ég á afmæli eftir 12 daga ..... jíha. Það er útilokað að toppa síðasta afmælisdaginn minn ... en samt er auðvitað ástæða til að "djamma" ..... (ég verð edrú en þið full) jíha. Semsagt .... pabbi og frú eru á leið í burtu og karlinn búinn að gefa samþykki fyrir að ég hafi gleði ... Þá er bara að taka laugadagskvöldið 22.nóvember frá!!!

Rosalega var ég ánægð með Ardísi á föstudagskvöldið. Hún stóð sig eins og hetja, ekkert smá örugg og söng eins og engill. Hún var kannski ekki að syngja neitt brjálæðis lag en kosturinn við það er að þá á hún nóg eftir til að sýna í úrslitakeppninni. Ekki viturlegt að vera búin að spila út öllum trompunum ......!! Hins vegar hefði ég viljað sjá Einar Val eða Odd fara áfram því mér er alveg hætt að lítast á blikuna með þetta kvennadæmi sem þetta er að verða að ...

Hurðu .. Haldiði ekki að það hafi yfir 300 manns borgað sig inná Styrktarsjóðsballið. Ég skemmti mér rosa vel og tók nokkur lög með hljómsveitinni (sem reyndar hefði mátt undirbúa sig aðeins betur). Við skelltum okkur nokkur eftir afmælið hennar múttu og dönsuðum öll saman eins og fyrirmyndar fjölskylda úr sögubók. Ég verð nú að segja að ég var ansi stolt af mínu fólki ... já og ekki má gleyma að við fórum líka öll uppá svið og sungum fyrir mömmu. Það fór sko ekkert á milli mála í veislunni að þetta er tónlistarfjölskylda ... Við spiluðum flest eitthvað á hin ýmsu hljóðfæri og tókum uppá video fyrir Ragnar afa því hann liggur á sjúkrahúsi og gat ekki verið með okkur :-(

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Mamma á afmæli

Eru ekki örugglega allir með á hreinu að min dejlige mor er fertug í dag :) Til hamingju með daginn!!!!!
Það verður feikna stuð á mínu heimili um helgina því öll fjölskyldan mætir á svæðið (nema Dolli því hann er í Afríku) og það er leiðist sko engum þegar þessi fjölskylda kemur saman. Ekki má gleyma hljóðfæraúrvalinu sem þetta lið hefur uppá að bjóða!!! Ég hlakka allavega MIKIÐ til ... og svo fæ ég að sjá Birki (kærastann hennar Lindu) í fyrsta sinn ... og ég ætla sko að telja honum trú um að ég sé snarbiluð .. hehe ... Það er svo gaman að rugla geðveikt í nýjum "fjölskyldumeðlimum" ....

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Daddarada

Rétt upp hönd sem missti af síðasta eða þar síðasta Idol þætti og langar til að sjá þættina. Smá sárabót því hér má sjá lögin úr þáttunum. Eru svo ekki allir með á hreinu hvað gerist í næsta þætti?? Þá er komið að tækifærinu hennar Ardísar ... :) ÉG er ekki í nokkrum vafa um að hún á eftir að standa sig!!

Af öðrum málum er það að frétta að fröken Hugrún Sif (áttavilltasta manneskja allra tíma) lærði að rata til Þorlákshafnar og á Selfoss um helgina :) Ég náði ekki alveg að vista Skálholtsleiðina enda alveg nóg að læra hitt í bili. Eins og einhverjir vita er ég orðinn spilastrumpur í kór Selfossi og skellti mér með þeim í æfingabúðir í Skálholt um helgina. Í hópnum voru 46 maurar og 4 tröll og þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina þegar 46 stk. af 14-16 ára stelpum koma saman. Í stuttu máli sagt var þetta rosalega skemmtilegt og ég lærði helling af þessu og vonandi lærðu þær nú eitthvað af mér líka. Ég er ennþá hissa á hvað hægt er að þjálfa góðan kór með þennan aldur .. ekki það að ég hafi átt von á einhverju lélegu!! Þær eru rosalega öflugar og fljótar að læra raddirnar sínar. Ég hlakka mikið til að fara með þeim til Danmerkur. En ein svona smá ráðlegging að lokum .. forðast skaltu herbergi nr.9 múahahahahah!!!