Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Laugardagskvöld


Ekki komst ég á alla staði sem voru á áætluninni í gærkvöldi!! Ég byrjaði hjá Bryndísi og var þar í góðum gír ásamt öllum þessu frábæru frændsystkinum og mökum þeirra ...
Þaðan fór ég til Jónatans og voru flestir vel í glasi þegar ég mætti. Ég viðurkenndi eina mikilvæga staðreynd fyrir sjálfri mér. Mér finnst ALLIR karlmenn sem sitja með gítar og syngja í partýum rosalega spennandi. Ég er meira að segja búin að finna einn svoleiðis handa mömmu, og vinn hörðum höndum í að tala fallega um hana í návist hans!! .... held sko að það sé að virka. Hann verður að syngja með mér á sinfoníutónleikunum þannig að þá er kannski tækifærið til að láta til skarar skríða og kynna þau .. hehe ..
EN í þessu umrædda partýi voru 5 stk. sem gripu í gítarinn þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur að ég var í s-inu mínu!! ... Þarna var líka staddur einn nokkuð álitlegur (án gítars) og þegar ég fór að spjalla við hann komumst við að því að amma hans og langafi minn eru systkini. Bara fyndið!! ... Stúlkur ... ég á semsagt álitlegan frænda sem ég mæli með fyrir ykkur.
Eitthvað voru partýgestir ósammála um hvert ætti að fara eftir partýið og fór hluti niður í bæ að dansa salsa og annar hluti á Gullinbrú eða þar á Menn í svörtum fötum. Ég skutlaði fólkinu í geim og dissaði svo báða hópana og kíkti á Hverfis. Hún Linda Hlín var þar stödd og verð ég að koma inná að hjá henni skvísunni tíðkast sko ekki að bíða í röðum eins og hjá öðrum venjulegum borgurum. Það er með ólíkindum hvað henni tekst alltaf að koma okkur framhjá öllum löngu röðunum. Ýmist þekkir dyraverðina, blikkar þá eða spinnur upp einhverjar magnaðar sögur ... Gaman að þessu :) Hann Tommi á Sauðadalsá (var skömmuð þegar ég sagði Tommi sauður) var semsagt svikinn þetta kvöld því ég beilaði á útskriftarpartýinu.
Annars er spennandi vika framundan .. Æfingar á morgnanna með sinfoníunni, og tónleikarnir um næstu helgi. Á laugadagskvöldið stefnir svo allt í Viðeyjarferð í þriggja rétta máltíð og ball með Jagúar. Ekki dónalegt það!! Engin lokaákvörðun tekin samt um það í bili ....

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Söngskólinn og Sinfó

SKO ...
Ef einhver hefur í huga að skella sér á afmælistónleika Söngskólans ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands þá er um að gera að hafa samband við mig eigi síðar en kl.18 á föstudag (27.feb).
Ég fæ 700 kr. afslátt á miðunum ... Miðinn kostar því 1800 kr. eða 2000 kr. í staðin fyrir 2400 kr. eða 2700 kr. Verðið fer eftir því hvar maður situr ...
Þetta verða frábærir tónleikar en á efnisskránni eru forleikir, aríur, kvintettar og kórar m.a. úr Töfraflautunni, Carmen og Carmina Burana. Einsöngvarar verða Elín Ósk Óskarsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Snorri Wium og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Kórinn skipa nemendur söngskólans og óperukórinn en samtals er þetta um 200 manna kór. Ekki dónalegt það!! .. já og ekki má gleyma að taka fram að Garðar Cortes skólastjórinn okkar stjórnar öllu apparatinu.
Tónleikarnir eru í Háskólabíó en þeir eru kl.19:30 föstudagskvöldið 5.mars og seinni tónleikarnir laugadaginn 6.mars kl.15:30.
Ég mæli alveg hiklaust með þessu, allavega er undirbúningurinn hjá okkur mjög strangur og mikið lagt í þetta.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Þaðvarðaðá!!

Hún Aldís er alltaf með einhver sniðug próf á síðunni sinni. Mín niðurstaða var athyglisverð svo ekki sé meira sagt.





You Are Most Like Carrie!


You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.

But can the guy in question live up to your romantic ideal?

It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.

Never fear... You've got a great group of friends and a
great closet of clothes, no matter what!



Romantic prediction: You'll fall for someone this year...

Totally different from any guy you've dated.




Which Sex and the City Vixen Are You Most Like?
Take This Quiz Right Now!



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.


þriðjudagur, febrúar 24, 2004

FEBRÚAR


Mikið voðalega er þessi mánuður búinn að fara illa í mig eitthvað ....
Þessa dagana vil ég helst vera bara heima með headfóninn á hausnum og hlusta á tónlist ....
Mér finnst alveg ægilegt að þurfa að mæta í skólann, eða á allar þessar æfingar sem nærveru minnar er óskað.
Kannski maður sér bara að ganga af göflunum, jah það væri það nú ... Eða búin að fá aldeilis yfir mig nóg af því að hafa mikið að gera. Ég var nú samt að ráða mig í vinnu .....

Það stefnir í að næsta helgi verði ansi lífleg. Æfingabúðir fyrir sinfoníutónleikana á laugadag og sunnudag, og á laugadagskvöldið er Bryndís þrítug, Jónatan 25. ára og Tommi að útskrifast ..... Er nú ekki alveg búin að pússla því saman hvernig ég ætla að ná að komast á alla staðina ...

mánudagur, febrúar 23, 2004

Blönduvision

Er maður ekki bara nokkuð virðulegur? :) Við vinkonurnar ásamt Jóhanni Erni vorum semsagt að dæma söngvakeppni á föstudagskvöldið. Það má bara segja að á Dósinni leynist margir efnilegir söngvarar!! Hver veit nema að önnur Idol stjarna leynist þarna e-s staðar. Ég get ekki neitað að það er doldið skrítið að geta ekki verið lengur með æskuvinkonu sinni án þess að alls staðar sé fólk að fylgjast með. Mikið rosalega eru margir sem vilja fá eiginhandaráritun, myndir eða tala við hana. Enda frábær söngkona á ferð!!! Tekur samt smá tíma að venjast þessu öllu .... Fór með henni á ball um daginn, og á hlustendaverðlaunin og aðeins eitt um það að segja ... úff úff úff. Það verður gaman að fylgjast með henni því ég er handviss um að hún á eftir að halda sér í sviðsljósinu. Þekki mitt fólk :)

En hver skyldi svo verða gestur númer 10.000??? Utanlandsferð í verðlaun ... hehe.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Ísland í dag

ÉG fór á djammið í gærkvöldi. Það er ekki frásögum færandi nema það að all miklar pælingar fóru í gang. Reyndar fóru þessar pælingar ekki í gang bara eftir þetta kvöld en það toppaði svo sannarlega þá kenningu mína að karlþjóðin sé gengin af göflunum. FRAMHJÁHALD .. er að tröllríða landanum!!!!!

Ég er trekk í trekk að verða vitni að einhverju slíku .. og jú .. maður hefur líka lent í þeim nokkrum sem eiga konu heima. Síminn minn fékk nokkrar sms sendingar í nótt .. já já .. Einn samviskulaus sem vildi endilega hitta mig. Þegar ég spurði til hvers í andsk. hann væri að bögga mig því hann ætti nú konu heima (a.m.k. samkv. sögusögnum) fékk ég klisju ársins til baka. "Bögga? Getum við samt ekki verið vinir?" WHAT!! Eins og ekkert væri sjálfsagðara ... Þvílík móðgun að halda að maður taki þátt í svona endemis vitleysu ... Og by the way .. Hvað felst í skilgreiningunni vinur í dag??

Ein af mínum vinkonum var með mér á þessu ágæta djammi. Á öxlinni á henni hékk "vinur" sem suðaði í henni að fá að fara með henni heim ... Konan hans var nú þarna líka, en virtist vera algjört aukaatriði ......

.... og mínar kæru vinkonur, þið hafið allar lent í einhverjum svona dæmum er þaggi :)


Ekki er ég að segja að nærri því allir séu svona samviskulausir .... en SKUGGALEGA margir eru þeir ... og já ótrúlegasta fólk sem maður myndi ekki trúa til að drepa flugu ...

Annars er þetta búinn að vera hinn ágætasti konudagur ... Byrjaði daginn á Línu Langsokk með minnstu systur og fór svo í bollukaffi til Kristínar mömmu hennar. Hún og maðurinn hennar voru að kaupa sér íbúð og því tími til að losa sig við dót. HEPPIN ÉG. Hún gaf mér súper fína kápu, peysu, tösku, kjól og lánaði mér svo geggjað flott stígvél .. Segið svo að maður eignist ekki föt þegar maður er fátækur námsmaður :) Í kvöldmatinn innheimti ég svo máltíð sem ég átti inni hjá Binna þannig að ég fékk þessa líka dýrindis pizzu ... mmm ... Þaðan lá svo leiðin heim, snemma í bælið, og veitti Noru Jones þann heiður að syngja mig í svefn þennan merka dag.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

OG HANANÚ!!

Þetta er bara snilld og hlýtur að svínvirka :)
Ef mamma byrjar eina ferðina enn með ömmudraumana sína vísa ég henni á þennan link eða Heimi bróður minn.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Uppskrift að góðum sunnudegi


Þessi uppskrift var prófuð í góðra vina hópi síðast liðinn sunnudag og fær fyrstu einkunn :)

Vakna kl.11
Syngja í 3 klst. (undirbúa fyrir sinfoníutónleikana)
Labba niður á tjörn og þakka fyrir að maður sé ekki önd.
Taka hring í Kolaportinu, og kaupa tvo klassíska geisladiska.
Setjast á kaffihús, lesa blöð og slúðra.
Spila eitt Trivial til að minna sjálfan sig á hvað maður er illa að sér í landafræði.
Panta pizzu með alls kyns skrítnu áleggi og láta sig hafa það. TILBREYTING er af hinu góða!!
Spila eitt Risk og upplifa þannig sjálfan sig með völd yfir heiminum.

Heima beið mín hrúga af verkum .. EN .. það er alveg nauðsynlegt að gleyma stundum hringiðu lífsins og njóta þess að lifa.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Föstudagurinn þrettándi

Eitthvað fór föstudagurinn þrettándi skakkt í mig!!! Ég vaknaði svona líka þveröfug í skapinu að það var heppni að fáir urðu á vegi mínum. Um hádegi fór mín aldeilis að hressast og leiðin á í Byko. "Góðan daginn, ég ætla að fá rafmagnsrör" "Já, já. Hvað á það að vera langt, og hvað margar tommur" "Bara eitthvað" "Nú,nú .. Hvað ætlarðu að leggja?"Ekkert, ég ætla að búa til hljóðfæri" "Ok, hjúkkt. Ég hélt að einhver hefði sent þig" ... og svo stjönuðu þeir við mig enda ekki vanir því að kvenfólk sé að stússast í lagnadeildinni. Næst lá leiðin í hljóðfæragerðartíma og týndi ég mér þar í að búa til "didjeridú". Svo fór ég að kenna á píanó uppá efstu hæð í listahúsi Kennó. Þegar tíminn var búinn kl.18 og ég átti að vera mætt á Kammerkórsæfingu byrjaði fyrst fjörið!!!

ÉG fann hvergi helv. (afsakið blótið) lyklakippuna mína. Ég leitaði og leitaði og leitaði ... og ég er ekki að djóka með að ég tæmdi allar ruslafötur í húsinu ... Á endanum var skúringakonan farin að hjálpa og Karen komin úr Hafnafirðinum að leita líka. VANDAMÁLIÐ var að pabbi, sem by the way var með símann á silent, var á Akureyri og von á honum á sunnudag. Ég semsagt var heimilislaus og bíllaus, já og ansi pirruð út í mig fyrir að nota aldrei skynsemisstöðvarnar í heilanum ... OG JÁ ... Ég átti von á gestum í mat ... og búin að lofa spilakvöldi ... og rúnti í bæinn ...
Öll plön fóru fjandans til og ég eyddi kvöldinu í Hafnafirði með Karen, Friends og Idol-keppendunum ... LÆST ÚTI :(

Veit ekki alveg hvort þetta var ég eða föstudagurinn þrettándi sem átti sökina ......

Ég hefði kannski betur tekið ráðunum í kommentunum við 11.febrúar alvarlegra ...

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Draumar og aftur draumar


Kl. 07:56 í morgun kom eftirfarandi sms:
,,Mig dreymdi að þú værir með einhverjum ríkum stráki sem átti heima í svona bjálkahúsi og allt inn í því var frá indjána tímabilinu. Það var eitthvað í gangi þegar við komum þangað Davíð Oddson var þarna. Og síðast en ekki síst Hugrún mín, þú varst ólétt með svaka kúlu"
Jedúdda mía Kristjana .... Af hverju er annan hvern mann að dreyma mig þessa dagana!!!

En þetta var sko ekki fyrsta sms-ið sem barst mér í morgun. Mínir heittelskuðu dönsku vinir gleyma stundum tímamismuninum þannig að kl. 5:45 kom sms, allir voða ferskir í Danaveldi á leið í lestinni í skólann en ég vakin með sms-i!! USS USS USS!! Þarf nú að ná mér niður á þeim ... :)

Kíkið á þetta. Þetta gladdi mitt litla hjarta :) Annars í framhaldi af blogginu hennar Sigrúnar ætla ég að benda á að ég er alltaf að bæta við fleiri og fleiri hreyfimyndum.

Annars best að fara að haska sér. Ég er á leið á hlustendaverðlaunin því Ardís og Jónatan eru svo sæt að bjóða mér. Þótt ég sé enginn hnakki er alltaf gaman að fara og horfa á life tónlist. Reyndar gabbaði Ardís mig aðeins og sagðist ekki fara en ég ætti að fara með hennar manni. Mér leist ekki á það ... og reyndi að benda henni góðfúslega á allar sögusagnirnar sem ég var farin að sjá fyrir mér ... "Besta vinkonan stingur undan Idol-gellunni sem er ný búin að trúlofa sig" Já, nei takk, það hafa gengið nógu margar kjaftasögur um mig!! En þetta var nú bara húmor í henni til að sjá hvað ég myndi segja ...

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Eru til lyf við þessu?


SKO ..... Handtaskan mín týndist í fyrradag með peningaveskinu og öllu málningardótinu. Fann hana í gær mér til mikillar ánægju. Í gær var ég að flýta mér svo voðalega mikið eitthvað að ég hentist út um dyrnar og í sama augnablikinu og ég lokaði hurðinni mundi ég að það borgar sig að hafa lykla með. OBBOBOBB ... Bíllyklarnir og húslyklarnir læst inni. Klukkan 13:55 og ég átti að vera mætt kl.14 og átti þar að auki eftir að fara á tvo staði í viðbót. Æ æ æ. Ég er alltaf að reyna að taka mig á í því að vera svona utan við mig, en það er greinilega ekki að ganga vel. Núna er kortið mitt týnt og ég veit ekkert um það!! Man eftir því að hafa verið með það í höndunum þegar ég kom heim í nótt en í einhverju utangátta kasti hef ég stungið því á vel falinn stað.
Ég er alltaf að mæta á vitlausum tímum í Söngskólann og um daginn var ég að fara í klippingu. Ég datt í einhverjar voðalegar pælingar á leiðinni og áður en ég vissi af var ég búin að leggja fyrir utan Söngskólann þegar ég mundi að ég var að fara í klippingu en ekki að syngja. Ég er alveg viss um að ef hausinn væri ekki fastur á mér væri ég búin að týna honum. Hvernig er þetta hægt?

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Draumar

Ég er að verða ansi smeyk núna. Mig dreymir aftur og aftur og aftur að ég sé að lenda í einhverjum bilveltum. Þessir óskemmtilegu draumar byrjuðu í janúar og fyrst dreymdi mig alltaf að ég væri að velta bílnum mínum. Í nótt var það hins vegar Þórður Rafn sem var að keyra en ég var farþegi en við samt á mínum bíl. Í nótt sökk bíllinn minn og ég var alveg í rusli af því að þverflautan mín var í bílnum. Það skuggalegasta við þetta allt saman er að um helgina dreymdi eina konu að ég væri með krabbamein .... Hver er góður að ráða drauma? Kannski tákna öll þessi ósköp bara eitthvað gott. Ætla allavega rétt að vona það!!!!

Hurðu já .. Þýskaland, here I come... Mín skreppur þangað í maí :)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Gagnrýni

Tónleikarnir um helgina tókust mjög vel hjá okkur KR-ingum (Kammerkór Rvk) ....
Tveir gagnrýnendur voru á staðnum, frá Mogganum og DV. DV birti sýna gagnrýni í dag og fengum við mjög fína gagnrýni. Nú er bara að vona að Mogginn hafi líka eitthvað gott að segja.

Hrós helgarinnar fá:
Mamma fyrir að gera heiðarlega tilraun til að brjótast til Rvk. Hún ætlaði að koma og horfa á einkadóttur sína en bíllinn sem hún var farþegi í þurfti að snúa við :(
Ágúst fyrir að mæta á tónleikana!!

Annars fín helgi og ég svakalega þreytt í dag. Ég keyrði Ardísi, Jónatan og Smára á Brimkló og Papa á laugadagskvöldið eftir partýið og mætti svo galvösk á fótboltaæfingu í hádeginu á sunnudag. Fór svo í bæinn með Karen og missti mig aðeins.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Komment

Ég var að skipta um kommenkerfi!!
Ég er orðin mjög þreytt á fólki sem kommentar undir dulnefnum, hvort sem það eru jákvæð eða neikvæð komment!!
Ég er líka orðin þreytt á því þegar ónefndir aðilar, vinir og frændfólk, eru með leiðindi við aðra vini mína!!
Ég var reyndar að spá í að vera ekki með komment kerfi .... en ætla allavega að gefa þessu séns. Þetta kerfi býður uppá miklu fleiri möguleika en hitt .....

laugardagur, febrúar 07, 2004

Hugga golfari og keiludrottning


Dregur nú tíðinda ....
Me komin í stjórn golfklúbbsins .....!!!! Hefði nú ekki látið vaða nema af því að það verður svo gott fólk með mér í stjórn. Mér finnst líka að maður eigi nú að sýna lit í þessum félögum og klúbbum sem berjast fyrir lífi sínu .....

Annars var keilukvöld í gærkvöldi!! Það má þakka fyrir að ég gaf ekki út neinar stórar yfirlýsingar um hæfileika mína í keilu. Var bara ekki að standa mig ... 97 stig, uss, uss, uss. Karen, Svanur og Nanna voru team félagarnir mínir og við sett á braut með nunnuliði ... Þær eru greinilega ekkert í keilu í klaustrinu, voru svo hryllilega lélegar!! Held að ein þeirra hafi ekki einu sinni náð 20 stigum. Laugavatns Karen og Ágúst voru klappstýrurnar okkar, svona þegar Ágúst var ekki á barnum .. En nú er bara að byrja að einbeita sér að árshátíðinni sem er á þriðjudaginn!! Jíha ....

Count down:
40 dagar í alkóhól
49 dagar í Finnlands/Danmerkurferð
113 dagar í Danmerkurferð
127 dagar í útskrift (ef Guð lofar)
ALLT AÐ GERAST!!

EN VEIT EINHVER UM FAR FYRIR EINN RASS Á BLÖNDUÓS Á SUNNUDAG??

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Hringavitleysan endalausa

Ég hef aldrei, mit hele liv, átt reglulega frídaga virka morgna ... Á þessari önn á ég hins vegar frí mánudags- og miðvikudagsmorgna .. Alltaf er planið að fara snemma á fætur því ekki veitir mér af því að nota tímann!! ... En alltaf snúsa ég og snúsa og snúsa á þessum blessaða síma og þegar ég fæ nóg af snúsinu slekk ég á því og held áfram að sofa .... Bölvað vesen!! Þetta leiðir auðvitað af sér að ég er heldur betur vakandi þegar skikkalegur svefntími brestur á um kvöldið. Mín er bara alltaf vakandi fram eftir öllu og þá er ekki um annað að ræða en að heyra hvað Dr.Phil hefur að segja á skjánum. Hann er alltaf með einhverja speki á hverju kvöldi. Þar sem ég sofna seint á kvöldin vandast svo málið þegar ég á að mæta í skólann á morgnana. Mér finnst eins og ég sé með heilan fíl ofan á augnlokunum. Snúsið er auðvitað til staðar og stundum slekk ég bara á vekjaranum án þess að vita af því ... Ég dey hins vegar ekki ráðalaus!! Nýjasta nýtt er að stilla remainderinn líka þannig að hann hringir hálftíma áður en ég á að mæta, svona n.k. neyðarhringing. Væri nú ekki gáfulegt að koma sér út úr þessum vítahring???

Finnland í lok mars eins og margir vita ... Ég sá mér leik á borði og hleypti Danmerkurbakteríunni á stjá. Smá breyting á fluginu svo ég geti stoppað nokkra daga í Danmörku á leiðinni heim. Er meira að segja búin að fá lánaða íbúð hjá vinkonu minni, en hún verður á Íslandi .... Egill Pálsson er alltaf að suða í mér að fara líka en ég er ekkert viss um að ég vilji að hann sjái dýrðir Danmerkur því það er ekki víst að hann komi aftur heim, múahahaha!!

Mál málanna. Á laugadaginn er ég að fara að syngja með Kammerkór Rvk og spila á þverflautuna með þremur kórum og kór í Mosfellsbæ. Tónleikarnir eru í Hásölum í Hafnafirði og byrja kl.17. Miðaverðið er 1000 kr. Ég verð rosalega ánægð ef ég sé eitthvað andlit sem ég þekki á tónleikunum!! Hálf dapurt stundum þegar ég er að syngja eða spila í Rvk því ekki sýnir karl faðir minn nokkurn áhuga á minni tónlist og svo eru vinirnir ekkert súper spenntir fyrir einhverri kóratónlist. Þannig að ef einhver sér eitthvað annað en kvöl og pínu við þetta yrði ég súper glöð að sjá kunnuglegt andlit.

Ferðast meira - já takk!!



create your own visited country map

Ussussuss ... Ég er bara búin að skoða 6% heiminum. Nú get ég réttlætt allar þær ferðir sem ég fer úr landi hér eftir því þessi 6%, samtals 14 lönd er allt of lítið. Það væri gaman að sjá kortið hennar Erlu Gísla!! Það yrði sko sæmilega rautt.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Hreyfimyndir

Jæja hreyfimyndafólk ....!!! Gleymdi alltaf að segja ykkur að ég er jafnt og þétt búin að safna inn hreyfimyndum hér. Þetta safn og uppsetningin á því er langt frá því að vera tilbúið, enda enginn tími til að dunda við þetta núna!! EN ALLAVEGA ... það er búið að spurja mig ansi oft hvar ég næ í hreyfimyndirnar þannig að nú ætti að nægja ykkur að kíkja á þetta hreyfimyndaumhverfi mitt því þar má finna allan fjandann, eins og maður segir á "góðri" íslensku.

Hún Erla Guðrún er alveg komin á bólakaf í pólitíkina í Háskólanum. Hún situr í 2.sæti H-listans og má sjá uppstillinguna á listanum hér. Þarna eru nú ansi mörg kunnuleg andlit úr Fjölbraut á Króknum, allt saman fyrirmyndar fólk .....!!!

Survivor að byrja í kvöld á nýrri seríu ... Ég verð að segja að það er hrikalega erfitt að ákveða með hverjum ég ætla að halda því þarna eru svo margar fyrrverandi uppáhaldspersónur!! Þessa dagana eru Ethan, Rubert, Rudy og Tom í uppáhaldi .... en það gæti nú átt eftir að breytast ef ég þekki mig rétt!!