Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 29, 2004

Verkfall ....


Mér drepleiðist þetta verkfall ...!!!

- Að vakna dag eftir dag og hugsa um hvað maður á að dunda sér þann daginn er ekki skemmtilegt til lengdar ...
- Að vakna dag eftir dag og vita ekki hvenær maður fer aftur á launaskrá er ekki upplífgandi.
- Að vakna dag eftir dag og hlusta á fáfrótt fólk úthúða manni sem kennara er óþolandi.
- Að vakna dag eftir dag og lesa fréttir um stöðu viðræðna í kjarasamningum er niðurdrepandi.

En ég hef nú samt fundið mér ýmislegt til dundurs.

- Í blóðbankann mætti ég galvösk!! .. Ef ekki núna, hvenær þá?? Vonandi á blóð úr mér eftir að renna í og gagnast einhverjum vel :)
- ÉG er prjóna eins og háöldruð kona ... Svei mér þá ef ég er ekki bara efnileg.
- Söngtímar ...
- Kammerkórsæfingar .. Danmerkurferð framundan og fullt af gleði.
- Búin að stofna eitt stykki saumaklúbb ... Fyrsti saumaklúbburinn er á morgun þannig að ekki vantar kraftinn í okkur.
- Á morgun mæti ég í Karphúsið að sýna samstöðu meðal kennara.
- Á Selfoss skellti mér ... myndakvöld með kórnum sem ég var undirleikari með og í Skálholt fór ég líka. Tónleikar með dönskum unglingakór :) En ekki hvað ....

Vonandi fer þetta nú að leysast. HELST Í GÆR!!!

fimmtudagur, september 16, 2004

sKóLaLífiÐ ......

Að byrja að vinna í grunnskóla getur þýtt ...
... að maður sogar að sér allar mögulegar og ómögulegar pestir!!!

Næsta vika hefur að öllum líkindum verkfall með sér í för :(

... OG ég skil ekki eitt!!
Hvernig er hægt að vera alltaf talandi um grunnlaun kennara þegar ég kemst ekki einu sinni á þann launataxta ... Ég var jú kennari síðast þegar ég vissi ... Believe me. Margir kennaranemar myndu snarlega hætta skólagöngu og ráða sig á kassa í BÓNUS eða í eitthvað sem ekki krefst menntunar, ef þeir sæju taxtann minn .. Ef ég væri ekki umsjónarkennari myndi ég ekki einu sinni leggja í að opna launaumslagið. En ég kallaði þetta reyndar sjálf yfir mig með því að ákveða að fara svona ung í Kennó.

... og að lokum!!!
Af hverju taka fjölmiðlar alltaf alla kennara með í reikninginn þegar þeir fjalla um yfirvofandi verkfall. Tónlistar-, framhaldsskóla-, háskóla-, leikskóla- og grunnskólakennarar eru fimm mismunandi hópar með fimm mismunandi samninga!!
Grunnskólakennarar fóru í síðasta verkfall fyrir 9 árum og þar áður fyrir 21 ári ef ég man þetta nákvæmlega!! (að undanskildum einum degi) ....

Þótt ég geri mér fulla grein fyrir að sveitarfélögin geti engan vegin ráðið við þær kröfur sem kennarar setja þá held ég að það sé allra hagur að lengja kennaranámið, auka kröfurnar og borga síðan kennurum almennilega!! Ég skal glöð fara aftur í Kennó og bæta við mig einu ári!!! Þetta myndi vonandi leiða af sér að fleiri myndu sækjast eftir kennarastörfum sem vonandi skilaði betri kennurum út í samfélagið .. því það er bara einfaldlega þannig að auðvitað er til fullt af lélegum kennurum alveg eins og í öðrum stéttum þjóðfélagsins.

Það er svo sorglegt að horfa á eftir fullt af fólki sem vill ekki kenna því það hefur einfaldlega ekki efni á því ..

Annars ætlaði ég aldrei að tjá mig um þetta blessaða verkfall en .....

miðvikudagur, september 15, 2004

Geturðu gert mér greiða?

Hef verið að velta einu fyrir mér .....

Ansi oft biður maður fólk um að gera sér lítinn greiða. Fyrir mér sjálfri hefur mér fundist eins og ég sé að biðja fólk um lítinn hlut sem á ekki að taka mikinn tíma eða skipta miklu máli fyrir umbeðna manneskju.

Málin flækjast hins vegar þegar þessir litlu greiðar verða margir litlir greiðar fyrir margar manneskjur .... *eða hvað*

Reykjavíkurferðir mínar undanfarið hafa verið nokkrar og í þeim hef ég fengið mörg símtöl þar sem fólk biður mig um litla saklausa greiða. Í rauninni finnst manni ekkert sjálfsagðara en málið er bara orðið þannig að þessir litlu greiðar eru farnir að taka minnst 2-3 klst á dag í hverri ferð!! .. og það getur verið erfitt þegar tíminn um helgar er dýrmætur. Ég er búin að fara svo óteljandi margar ökuferðir til að kaupa eitthvað, sækja eitthvað eða einhvern, leita af einhverjum stað eða finna út úr einhverju...

Það er t.d. ekkert sjálfsagðara en að taka með sér farþega en það getur orðið flókið mál og tímafrekt að fara með alla farþegana á áfangastað þegar einn er kannski í Kópavogi, annar í Grafarvogi og sá þriðji í Vesturbænum ... og svo þarf að sækja þá aftur þegar heim skal haldið.

Að skutlast eftir einum hlut til að kaupa hann hljómar líka ósköp saklaust .. en þegar maður veit ekki hvar búðin er eða er staddur í Garðabæ og búðin í miðbænum getur tíminn liðið ótrúlega hratt.

Að taka með sér hluti til fólks er líka minnsta málið ... en þegar maður þarf svo að fara að hafa upp á viðkomandi aðila sem á að taka við hlutnum flækist málið. Hvað þá þegar ég villtasta manneskjan á jörðinni þarf ofan á það að finna hvar manneskjan býr.

Bara smá pæling ...!!!
Alls ekki meint þannig að ég sé hætt að gera fólki greiða því ég bið fólk oftar en ekki um að gera mér greiða :)

mánudagur, september 13, 2004

Tívolí ....!!

Ég fór suður um helgina. Engar óvæntar fréttir þar!!
Átti nokkuð normal helgi fyrir utan eitt. Hjartað mitt litla barðist fyrir lífi sínu.
Ég tók rúnt með Garðari á rallýbíl því hann þurfti að gá hvort bíllinn virkaði ekki alveg örugglega eins og hann á að virka. Ég í mínu fjögurra punkta belti og veltibúri var svo hrædd að ég gat ekki komið upp einu einasta orði alla ökuferðina. Að keyra á miklum hraða á malarvegi tekur á taugarnar mínar!! PUNKTUR *Engar hraðatölur nefndar svo einhverjir aðrir en ég fái nú ekki fyrir hjartað* Þetta var svo óraunverulegt allt saman að mér fannst bara vanta uppá að ég rétti fram tívolímiðana áður en ég steig inní bílinn.

Mín skellti sér í badminton áðan ... Skrítið að hafa allt í einu tíma til að vera á lífi og hafa tíma til að gera allan fjandann. Held svei mér þá að ég hafi gott af þessu landsbyggðarlífi!!!

fimmtudagur, september 02, 2004

Féhirðir

Hann Brynjar nokkur Bjarkason á kvartaldarafmæli í dag. Til hamingju með það Binni!!!

Lífið þessa dagana er eintóm hamingja. Lítið að gerast í litlum bæ en það skrítna við þetta allt saman er að ég hef aldrei fundið mér tíma til að láta mér leiðast eftir að skólastarfið hófst ... Um helgar kíkir maður svo í bæinn á nýjasta áhugamálið sitt í Hafnafirðinum ;)

Reyndar gerast þau undur og stórmerki að um næstu helgi ætla ég ekki til RVK. Ég verð "féhirðir" .. því það eru auðvitað réttir hjá afa og ömmu. Er búin að ráða tvo öfluga Dani í lið með mér *heyr, heyr*. ÉG get nú ekki gleymt útlitinu á mér eftir síðasta ár, jeminn!! Þá var ég svo agalega marin alls staðar að ég þorði ekki að fara í sturtu í Hreyfingu. Var eitthvað smeyk um að slúðurkerlingarnar fyndu uppá því að einhver væri að lemja mig sundur og saman.