Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, október 31, 2004

Why am I not surprised?

Lane
Lane


What Gilmore Girl's character are you?
brought to you by Quizilla

laugardagur, október 30, 2004

Danmark

Det er bare så dejligt at være i Danmark igen.

Jamm madur er i draumalandinu nuna :) Svei, mer tha, ef eg var ekki Dani i fyrra lifi tha skal eg hundur heita. Her er alltaf jafn yndislegt ad vera!!!

Eg ætladi reyndar ad stoppa doldid mikid lengur en thar sem ad verkfallid er buid tha foru øll pløn um ad skoda skola ut um thúfur!!! ... men jeg kommer snart igen. Ég get bara ekki sagt annad en ad ég hlakki mikid til ad hitta nemendur mína í grunnskólanum aftur, já ég segi thad satt, thad er alveg rosalega gaman ad kenna theim. Mér finnst alveg sérstaklega gaman ad kenna elstu bekkjunum.

Annars er allt sem fyrr í lukkunar dæminu. Hún Linda Hlín greip mig glódvolga med skærin á lofti, rétt ádan. Madur er frábær hárgreidslukona eftir nokkra bjóra thvi thá spáir madur ekkert i nokkra lokka til eda frá :)Toppurinn minn verdur semsagt thykkari en ádur thegar ég kem aftur til Íslands :)

Eins og mér er von og vísa er ég búin ad gera nokkar gloríur í DK. Svona sem dæmi thá gleymdi ég veskinu mínu, JÁ VESKINU MÍNU, í flugvélinni med øllum peningunum og farmidanum heim. Mín var ekkert ad fatta fyrr en ad eg var komin út af flugvellinum. Vid erum ad tala um ad ég fékk panik daudans thegar thad fattadist .....!!!! Men .. thetta var bara svo týpískt ég thannig ad ég var ekki í nokkrum vandrædum med ad redda málunum ......

Men nu skal jeg i seng ...

þriðjudagur, október 26, 2004

Ég er hérna ennþá .....

Jújú .. maður er hér enn þótt tvær vikur líði á milli þess að ég verð málgefin á opinberum vettvangi :)

Annars lítið á prjónunum.... (reyndar endalaust garn) ef þannig er litið á málið.

Síðasta föstudagskvöld hélt Kammerkór Reykjavíkar (við KR-ingarnir) skemmtikvöld. Þar var mikið sungið og skrallað og fóru sumir á kostum. Ef ég gifti mig einhvern tímann verður hann Smári vinur minn pottþétt ráðinn veislustjóri, brúðguminn fær ekkert um það að segja. Það er bara ekki normalt hvað drengurinn getur verið fyndinn!! Ágúst og Svanur létu sjá sig og það var ekkert smá gaman að hitta þá félaga aftur. Minnti mig á gamla góða tíma í Kennó þótt ég geti ekki sagt að ég sakni skólalífsins. Einhver námsleiði var farinn að gera vart við sig hjá kellunni.

Annars er allt í lukkunnar velstandi hjá manni. Það eina sem ergir mig þessa dagana er kennaraverkfallið en bráðum verða hvort sem er allir hættir að taka eftir því og öllum sama þótt börn nútímans læri ekki neitt. Það fer einhver að finna upp minniskubb sem verður smellt í heilann á okkur mannfólkinu og svo bara forritum við hann reglulega. Þá verða grunnskólar óþarfir og sveitarfélögin spara heil ósköp. Svo þarf bara að finna upp off takka á litlu börnin því þá geta foreldrar slökkt á börnunum þegar þeir fara í vinnunna. Þá spara sveitarfélögin bæði leikskólastússið og foreldrar spara leikskólagjöldin. Svei mér þá, ég ætti að vera hærra sett í þjóðfélaginu. Er með hagkvæmar lausnir á öllu :)

Well, kóræfing kallar!! Það væri forkastanlegt að mæta of seint þegar maður hefur engum skyldum að gegna í lífinu þessa dagana.

miðvikudagur, október 13, 2004

I´m still here ..

Ég er alveg búin að sjá það að því minna sem ég hef að gera, því latari er ég!!
Þess vegna er ég t.d. ekki búin að:
- blogga mikið í verkfallinu
- fara með bílinn minn í skoðun né búin að láta skipta um olíu eða hvað það nú heitir.
- skrifa jólakortin
- taka til í herberginu mínu

Já, já en það er nú ekki öll von úti því ekki sé ég fram á lausn verkfalls í bráð.

Hins vegar ég svo sem búin að afreka ýmislegt.

Á mánudaginn gerði ég góða ferð í blóðbankann ásamt Karen. Þar sem að sjaldan ríkir lognmolla í kringum mig var alveg eins von á einhverjum leikþætti hjá mér. Mér leið alveg ágætlega þessar 7 mín. sem tók að dæla úr mér blóðinu en þegar ég stóð upp og fór inní eldhús leið barasta yfir mig. Ég var svo heppin að vera við hliðiná lækni sem var snöggur að átta sig. Mér var þess vegna skipað að liggja á einhverjum bekk í óratíma og á meðan voru milljón manneskjur (að mér fannst) sem létu mig ekki í friði. Viltu eitthvað að drekka? Er þér kalt? Er þér heitt? Í hverju er blóðþrýstingurinn á þér staddur núna? Svimar þig? ... Á meðan sat Karen og hló og var ekki að sjá annað en hún hefði ekki gert annað en að gefa blóð um ævina.

Í dag gerði ég fræga ferð í sveitina.

Í mér rennur bændablóð, það er ekki spurning. ÉG geystist út um öll tún og smalaði, jafnt á hesti sem á lödu. Það er bara gaman að vera með afa í sínu hressasta á túninu því hann telur mér trú um að ladan sé jeppi og geysist áfram á henni öll holt og hæðir. Maður getur líka hlegið endalaust þegar hann fer að tala um að túnin séu frumskógar, það er samt svona have to be there fyndið. Þegar smalamennskunni var lokið tókum við frá og viktuðum allan lambaskarann sem átti eftir að vikta og svei mér þá, þetta fannst mér sko gaman. Sorglegt, en samt ekki!! Ég var hið mesta hörkutól og veigraði mér sko ekki við að eiga samskipti við hrúta bæjarins. Mikið var gott að fá útrás....

Þetta er Hugrún Sif sem talar frá Blönduósi og mun á næstunni vonandi tala oftar en undanfarið.