Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, apríl 24, 2006

Gaman að öllu svona ;)

1. Aldrei í lífi mínu: mun ég fara í lyftu. NEVER EVER!!
2. Þegar ég var fimm ára: eignaðist ég lítinn bróður og var doldið ringluð nóttina sem hann fæddist því ég vaknaði upp annars staðar en heima hjá mér. Þessa nótt fékk ég sár á löppina sem síðar varð að öri og mér "þykir alltaf vænt um" það sem nokkurs konar tákn um Heimi ...
3. Menntaskóla árin voru: ágæt á margan hátt en samt margt sem ég myndi gera öðruvísi ef ég færi aftur í gegnum þau ..
4. Ég hitti einu sinni: Juliu Styles .. já eða meira stóð með henni í röð en miklu meira cool að segja að ég hafi hitt hana ;)
5. Einu sinni þegar ég var á bar: ásamt nokkrum vinkonum hitti ég Geir Ólafs og djíses kræst .. gæti ælt yfir egóstælunum í honum ... jakk. Hélt að við myndum allar falla skítflatar fyrir honum ...
6. Síðastliðna nótt: kúrði ég hjá manninum sem ég elska út af lífinu ...
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verð ég að spila í brúðkaupi í Lágafellskirkju ásamt Jonna
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: ehemm ... fullt af möppum og bókum sem veitti ekki af að raða betur
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: svoooo margt, t.d. tvær tölvur, prentara, skanna, skrifborðsstóla ...
10.Þegar ég verð gömul: verður gaman (ef heilsan lofar) því mér finnst svo margt sem gamla fólkið gerir skemmtilegt .. :) Þá mun ég spila spil, föndra, ferðast, arka um minigolfvöllinn og fá mér í aðra tána þess á milli ...
11. Um þetta leyti á næsta ári: á ég mér þá ósk heitasta að vera jafn hamingjusöm og ég er í dag og sennilega engar stórvægilegar breytingar aðrar en að ég verð ef að líkum lætur útí Tónó á þessum tíma dags en ekki hérna í skólanum ..
12. Betra nafn fyrir mig væri: tjah .. ég er mjög sátt bara við mitt skírnarnafn ...
13. Ég á erfitt með að skilja: svooo margtt ... að ég nenni ekki út í alla þá sálma hér.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: þú kemur fram eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
15. Fyrsta manneskjan til að eignast barn í þínum vinahóp væri: Humm .. doldið margir búnir að afreka það, en Kidda var klárlega fyrst, og Þórdís verður næst.
16. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: Ég vildi óska að ég væri nógu öguð til að vakna nógu snemma til að elda mér hafragraut á morgnana. Koma tímar - koma ráð.
17. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: ég elskaði ekki minn tilvonandi.. en maður væri væntanlega búin að fatta það áður en til brúðkaups kæmi svo það þyrfti ansi mikið til að stoppa það.
18. Heimurinn mætti alveg vera án: - hvar á ég að byrja.. stríðs, fátæktar .... æi svo ofboðslega margt.
19. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: aaahhh erfitt að segja ..
20. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: svo æði margt ...
21. Ef ég geri eitthvað vel, er það: ég reyni nú held ég alltaf að gera vel en það má auðvitað alltaf gera betur ..
22. Myndir sem þú fellir tár yfir eru: ææ það geta verið margar!! Fer eftir stemningunni .. þarf oft voða lítið til að stelpan felli tár.

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Sumar það ....

GLEÐILEGT SUMAR :) ... og takk fyrir veturinn!! (megi nú snjórinn hérna á Skagaströnd fara að bráðna) ...

Annars fínasti dagur, var í Féló á Sumarskemmtun að láta krakkana syngja og tókst vel. Heilmikið kikk úr því líka að spila fyrir troðfullu húsi í fjöldasöng og tala nú ekki um hvað er líka gaman að vera tónmenntakennari þegar krakkarnir skila sínu eins vel og þau gerðu í dag :) Smá mont ég veit ég veit - ég má það þetta er mitt blogg!! ;)

EEENNNN er virkilega ekkert verið að grínast með bensínlítrann, geta þeir ekki tekið tillit til þess að ég þarf að keyra til vinnu á Blönduós á hverjum degi :) Þetta endar með því að ég fer að taka Gísla lækni til fyrirmyndar og hjóla þetta bara. Shit yrði nú þokkalega lengi að því held ég .... en maður hefði nú samt gott af því að hjóla þessa rúma 50 km á dag ...

EN .. var að setja inn slatta af myndum úr páskafríinu, á nú samt eftir að bæta helling við svona þegar ég nenni....

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Enn ein tilraunin ....

Jæja .. þetta er enn ein tilraunin til að koma inn einhverju hér á bæ. Að sjálfsögðu finnst manni hver færslan betri þegar þær neita að publisherast og verður ofsa pirraður á þessu öllu saman. Ég nenni að sjálfsögðu ekki að skrifa tvisvar í röð um sama hlutinn svo að þið eruð búin að fara á mis við ýmsar upplýsingar.

JÁ ALLT ÞESSARI FOCK&%# MACHINTOSHTÖLVU AÐ KENNA!!! oooohhhh ég bara skil ekki hvernig sumum datt í hug að kaupa eitthvað annað en PC á sínum tíma!!! En nú er ég húsbóndinn svo að næst verður enginn Makkari og ekkert múður með það ;)

Annars ágæt hérna í sófanum. ER öll að koma til af viskíröddinni sem var afleiðing af kvefi og hálsbólgu. Gerði eitt og annað mér til dundurs en aðallega átti ég góðar stundir með Hallbjörgu. Betri helmingurinn minn var að túra með hljómsveitinni sinni og ákvað ég að skella mér með þeim á eitt gigg - ala Hvammstangi. Fékk Heimi bróður og Helgu Gests til að veita mér kompaní :) Fannst BARA GAMAN að koma þangað aftur, varla að ég hafi komið þangað síðan ég átti heima þar sumur tvö. Hitti alveg voðalega marga eitthvað sem ég hef ekki hitt í óra tíma og hellings uppfærslur á lífum fólks í gangi.

Til vitnis um það var spurning kvöldsins án efa "er Óli Ben ekki hérna með þér" og ég sem varð ekkert nema vandræðaleg ansaði "þessi spurning hefði talist eðlileg fyrir 5 árum síðan".

Já það er nefnilega þannig að stundum heldur maður að maður fylgist með fólki og viti nokkurn veginn hvað er í gangi en svo líða óvart dagarnir, mánuðir og ár og já ... segir sig sjálft að maður hefur ekki grænan Guðmund um gang mála.

Frekar skrítin helgi framundan. Ég er að kenna dönsku á föstudaginn frá kl.15.40-18.10 og svo aftur aðfaranótt laugadags frá kl.03.10-05.40. Ég á eftir að sjá hvernig mér gengur að halda mér í dönskustuði - hef reyndar ársreynslu af þessu en hell no ég var ekki á svona skrítnum tíma þá.

Jæja ... hér er sól og blíða og ókosturinn við það er að þá sér maður rykmaurana sem fjölga sér hraðar en andskotinn. Best að gera eitthvað í þessu máli ....

sunnudagur, apríl 16, 2006

Humm... ekki það sem eg atti von a!!

You Belong in Paris

You enjoy all that life has to offer, and you can appreciate the fine tastes and sites of Paris.
You're the perfect person to wander the streets of Paris aimlessly, enjoying architecture and a crepe.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Bæting það .....

Jæja jæja .. bætti mig um tvær klukkustundir í svefni :) Vaknaði ekki fyrr en kl.10 í morgun og var mest hissa að hafa ekki einu sinni rumskað við klukkuna hjá Jonna!! Við eigum nefnilega sameiginlegt snooze vandamál .. ehemm. Það kannast ekkert fleiri við það er það nokkuð? :)

Annars nokkuð góð hérna á kantinum, hef ekki enn minnst einu orði á hvernig fór fyrir okkur Jónum um helgina. JÁ við skitum á okkur í orðsins fyllstu, 7 RÉTTIR á örlagastundu!! HVAÐ VAR ÞAÐ?! Erum ekki góðar undir pressu, misstum frá okkur 1. sæti afturrúðubikarsins í síðustu keppni í síðustu umferðinni, og nú misstum við frá okkur úrvalsdeildarsætið og duttum úr bikarnum! Jæja .. best að hætta þessu væli áður en vælubíllinn gamli sem var og hét verður ræstur út aftur ;)

EEEEENNNN jæja best að fara að hugsa. ÉG er svo mikið að hugsa þessa dagana því það er dáldið mikið skemmtilegt í deiglunni sem er gaman að hugsa um svo ég ætla að setja tærnar uppí loft og hugsa meira :) Jiii hvað lífið er brilliant ...

og já ... næstum búin að gleyma!!! Ef einhver vill leika við mig í borginni á fimmtudagskvöldið þá er ég game í félagsskap, hef barasta grun um að ansi margir séu á leiðinni út á land í páskafrí .. já eða Kanarí .. suss. Give me call my dear friends :)

mánudagur, apríl 10, 2006

Góðan daginn!!

Góðan daginn gott fólk. Í dag er mánudagurinn 10. apríl og klukkan er 08.34. Ég er búin að hengja upp og setja í þvottavéla og hvað er svona undarlegt við það? Jú ÞETTA ER FYRSTI DAGURINN Í PÁSKAFRÍINU MÍNU og hvern fjandann er ég nú að gera vakandi.

Annað hvort er ég orðin svona gömul (sem er gjörsamlega út úr korti) eða það er birtan (sem hefur ekki stoppað mig hingað til) já eða sakna þess svo að vera ekki að kenna eins og ég ætti að öllu jöfnu að gera á mánudagsmorgni (humm nei mjög gott að fá frí af og til) og þá er ég að verða uppiskroppa með útskýringar. Kemur í ljós hvað gerist í fyrramálið.

Átti annars voðalega rólega og notalega helgi heima í faðmi fjölskyldunnar. Prjónaði alveg helling, því nú á sko að taka á því (.... síðan hvenær er að prjóna flokkað undir að taka á því) OMG ég veit ekki hvað er hlaupið í mig.

En allavega - ég er einhver mesti sérfræðingur í að byrja að prjóna hitt og þetta og svo dettur mér eitthvað annað í hug á já já þá er hitt bara sett á hold í svona 2-3 ár eða bara aldrei klárað. Mig langar SVO MIKIÐ í aðra lopapeysu og þótt amma sé svona 365 sinnum fljótari að gera hana en ég, þá ætla ég fjandakornið að þrjóskast til að gera hana sjálf í þetta skiptið þótt það muni taka mig heila eilífð!!!

EEEN ég lofaði sjálfri mér að fyrst skildi ég vinna upp eitthvað af þessum ókláruðu verkum mínum og svei mér þá ef ég er ekki að standa við orð mín. Kláraði að prjóna og þæfa eina ókláruðu töskuna og spurning um að klára næst ehemm það sem ég byrjaði á í verkfallinu í október 2004!! (eða var það nóv.?)

EN TIL HAMINGJU ÞIÐ SEM ERUÐ ENNÞÁ AÐ LESA ÞVÍ NÚ ER ÉG BÚIN AÐ TALA UM PRJÓNIÐ MITT Í 166 ORÐUM!! Aldeilis spennandi það, allir sveittir af spenningi...

Ég vaknaði upp með andfælum við einhver læti í nótt. Maður hugsar nú ekkert endilega neitt sérlega rökrétt svona um miðja nótt og fór ég mikið að spá í hvað hefði gerst? Datt í hug jarðskjálfti, álfkonur og geimverur en ákvað að bíða með málið til morguns og spá betur þá því ég vissi að þá yrði líklegra að ég kæmist að gáfulegri niðurstöðu. Eins og venjulega áttu hlutirnir sér eðlilegar útskýringar því rannsókn morgunsins leiddi í ljós að snjóþotan hennar Hallbjargar hafði fokið í rúðuna.

ÉG gleymi seint þegar hann Fróði gisti hjá okkur múttu. Hann svaf á dýnu við hliðiná rúminu hans Heimis og segir okkur mæðgum frá því að undir rúminu sé grænt skrímsli. Hann var ótrúlega sannfærandi EENN var ekki að kaupa þetta svo ég fór hugrökk í málið. Þegar ég leit undir rúm leist mér ekkert betur en honum á blikuna því þarna var grænt skrímsli (reyndar dáldið kunnuglegt)!! Dáldið treg ákvað ég nú samt að kanna málið frekar og þegar öll kurl voru komin til grafar voru staðreyndirnar þær að á gólfinu var mynd í ramma af grænu skrímsli og rammanum stillt upp við vegg. Beint fyrir neðan myndina var fjöltengi með ljósi og útkoman varð þessi líka fína speglun af óargardýrinu undir rúminu.

Jæja kveð að sinni ... Þangað til næst, lifið heil!!

föstudagur, apríl 07, 2006

SMA FROÐLEIKUR ;)

Tók mér það bessaleyfi að fá fróðleikinn í lok færslunnar lánaðan hjá henni Helgu minni :) Annars bara nokkuð góð fyrir utan að gera sennilega bestu tilraun lífs míns til að drepa mig í morgun. Hélt að hjarta, lungu og lifur færu út um hausinn á mér ég varð svo skelkuð. Mér fannst samt skrítnast að upplifa að á meðan hlutirnir voru að gerast, og það hratt, þá náði ég einhvern veginn í allri hringrásinni að hugsa heil ósköp á meðan. Velti m.a. fyrir mér hvað ég myndi slasast mikið, hvort ég væri algjör klaufi að hafa komið mér í þessar aðstæður, að það væri ferlegt að komast ekki í vinnuna og fleiri svona fáránlegar hugsanir. En æðri máttarvöld björguðu þessu nú öllu saman og hjartslátturinn er nú farinn að hægjast á nýjan leik svo ég verð komin í gott stuð í kvöld. Njomm njomm .. föstudagskvöldin standa fyrir sínu því þá er pizzakvöld líkt og hjá svo mörgum öðrum og eru þær yfirleitt í höndum Jonna sem framleiðir alveg úrvals flatbökur :)

Annars var líka saumó í gærkvöldi hjá henni Þórdísi Erlu og lofaði stelpan að hafa ekkert fyrir klúbbnum þar sem hún á að taka lífinu með ró þessa dagana sökum erfingjans sem kemur í heiminn von bráðar. Ég veit ekki hvort hún var að svindla svona rosalega eða hvort hún hefur ekkert fyrir stórveislum því það var ekki að sökum að spyrja!! Borðið var að svigna undan kræsingunum. Lentum svo í smá ævintýri á heimleiðinni, ég og Vigdís Elva, vorum 45 mín. að koma okkur aftur út á Skagaströnd, þetta er venjulega svona korters leið eða svo.

EN SNÚUM OKKUR NÚ AÐ MÁLI MÁLANNA, ÖLLU HELDUR FRÓÐLEIK DAGSINS ;)

1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK? (vegna þess að þeir eru tengdir við snilling! Nú skil ég af hverju svo margir karlar eru að reyna að komast í bólið með mér! )

2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK? (þær hafa einfaldlega ekki tíma því karlinn er svo fljótur!)

3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG? (þær stoppa ekki til að spyrja vegar)

4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU? (pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)

Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)

5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR? (annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum, það væri nú samt gaman að sjá það)

6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI? (þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)

7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR? (hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)

8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA? (vegna þess að titrari slær ekki garðinn)

9.HVERS VEGNA ERU KONUHEILAR ALLTAF SELDIR ÓDÝRARI EN KARLAHEILAR? (vegna þess að ekki er hægt að selja notaða vöru jafn dýra og ónotaða)

fimmtudagur, apríl 06, 2006

KOSNINGAR

Stelpan var að skoða Húnahornið sem er nú svo sem ekkert frá sögum færandi en rek ég þá ekki augun í framboðslista Hnjúkamanna og á sömu sekúndunni ómar ....


WHAT í herberginu!!

Í öðru sæti listans er maður að nafni JÓN ÖRN STEFÁNSSON bloggari þessarar síðu!! Já NONNI það er ekkert verið að uppfæra mann og segja manni fréttirnar!! En burt séð frá þessu leynimakki hans þá varð ég himinlifandi að sjá hann þarna ofarlega á lista því það er frábært að fá ungt fólk í bæjarpólitíkina og þar sem ég tel mig nú þekkja hann Nonna nokkuð vel veit ég að hann á eftir að leggja sig allan fram í þetta og skila sýnu starfi með sóma. Ég er því hér með orðinn yfirlýstur stuðningsmaður Jóns Arnar og Á-listans og væri helst til í að sjá bæði Nonna og Erlu Ísafold fara inní bæjarstjórn... Svo geri ég auðvitað ráð fyrir að hér verði fjörugar umræður um pólitík þegar fram líða stundir :)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ákvarðanataka

Í dag er hausinn á mér u.þ.b. 6 kg léttari!! Loksins búin að taka ákvörðun um hvernig næsta hausti skal háttað. Ég er voðalega þakklát fyrir það hvað allir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að gera mér kleift að pússla saman þessu pússluspili mínu. Eflaust verða margir hissa á hvernig ég ætla að hafa þetta en jæja ... prófa þetta svona og sé svo til hvernig þessi samsetning mun ganga hjá mér :)

Þetta mun allavega leiða til þess að ég get verið meira á Skagaströnd og held ég að Hallbjörg verði ánægðust af öllum með það. Hún ræðir reglulega við mig hvort ég geti ekki unnið á Skagaströnd. Hún var meira að segja búin að hugsa málið það langt að hún hafði alveg á hreinu hvar ég gæti unnið

,,sko það eru þrír staðir, tónlistarskólinn - þú getur kennt krökkunum að flauta eða kanntu kannski að syngja? Svo geturðu verið kennari í skólanum á Skagaströnd og svo geturðu líka unnið í íþróttahúsinu eins og amma!!!"

Mér fannst bara sætt að hún væri búin að stúdera þetta svona því hún stakk í rauninni bara uppá þeim störfum sem kæmu til greina hjá mér, kannski fyrir utan íþróttahúsið. Maður hefði kannski haldið að hún minntist á búðina, leikskólann eða e-ð slíkt en nei hún er sko alveg með þetta á hreinu litla daman :)



EN bið til guðs um að ekkert verði af þessum stormi. Það færi alveg með það .... Var að setja inn myndir bæði á myndasíðuna mína og svo setti ég myndirnar úr afmælinu hennar Hallbjargar á síðuna hennar. Síðan er reyndar læst en verið óhrædd við að biðja um aðgangsorðið :)

mánudagur, apríl 03, 2006

Síðustu dagar fyrir páskafrí :)

Aldeilis erilsöm en skemmtileg helgi að baki :) Tónleikar, dönskukennsla, bakstur, léttvínspottur, afmæli og fleira.

Hún Hallbjörg getur verið svo fyndin og átt þvílíka gullmola. Greinilega pínu gömul sál í henni því hún á það til að láta svo fyndnar fullorðinslegar setningar út úr sér. Þegar ég sótti hana til ömmu sinnar á laugadaginn var ég búin að fylla ísskápinn af kökum fyrir afmælið hennar og þegar sú stutta kom heim byrjaði hún á því að opna hann. Heyrist þá ekki úr eldhúsinu "Ég á bara ekkert einasta orð!!!" :)

EEEEEEEENNNNNNN haldið þið ekki að léttvínspotturinn hafi fallið í minn hlut um helgina. TALAN 2 var að meika það en ég hélt nú fyrst að um aprílgabb væri að ræða þegar stelpurnar fóru að senda til hamingju í símann minn :) Jamm orðin 10 flöskum ríkari og held að mér hreinlega endist ekki ævin til að drekka þetta allt saman. Sem betur fer rennur þetta nú ekkert út ...

En já svona til öryggis, tókst sko að gabba einhverja, múahaha, þá er færslan hér fyrir neðan að sjálfsögðu aprílgabb. Mér skilst að bakaríisvinnan hans Jonna hafi nú komið upp um þetta hjá ansi mörgum, fólk var ekkert að alveg að kaupa það og Jonna fannst nú að ég hefði alveg mátt láta hann hafa betri vinnu :)




EN jæja, það stefnir í óefni í tippleiknum. Við Jónurnar erum komnar í 5. sætið í riðlinum sem þýðir afturrúðubikarssæti. SHIT. Það sem pirrar mig mest er að þessi stigafjöldi okkar myndi duga okkur í toppsætið í tveimur riðlum. Já við erum sko í riðlinum þar sem keppendur kalla ekki allt ömmu sína. Höfum eina umferð til að bjarga okkur og munum svo sannarlega láta finna fyrir okkur.

Megið endilega vera dugleg að kommenta því það gerir þennan bloggheim miklu skemmtilegri :)

Kveð að sinni ....

laugardagur, apríl 01, 2006

Aldeilis mikið framundan

Jæja. Stóri dagurinn framundan, ætlum skötuhjúin að gifta okkur í dag, bara lítið og sætt, aðeins foreldrar okkar, ömmur, afar og systkini. Allir voðalega spenntir yfir þessu öllu saman :)

... og fyrst ég er að flytja tíðindi þá erum við loksins búin að kaupa hús og erum að flytja á Stykkilshólm!! Ég gat fengið vinnu í skólanum þar og Jonni fer að vinna í bakaríinu. Það verður fínt að komast aðeins nær borginni og styttri þvælingur fyrir Jonna þegar hann er að spila með hljómsveitinni sinni ....

EN JÆJA .. best að nota tímann!! Myndir og more details koma eftir helgi. Þangað til næst hafið það gott!!