Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 26, 2007

Mánudagur til mæðu

... æi þessir dagar eru já oft til mæðu því þetta er þétt setnasti dagurinn minn í vikunni. Kennsla frá 08.00-13.00 og þá hálftíma pása til að nærast og svo kennslutörn frá 13.00-18.30 og þá er nú ekki mikil orka eftir. Maður lufsast heim á leið og borðar og svo yfirleitt sófamatur þangað til maður drattast í svefninn.

EN ÞETTA VAR ÚTÚRDÚR ....

Ég setti inn smá vefdagbók og myndir á bumbusíðuna og að vissu leyti nokkrum áfanga náð því meðgangan er akkúrat hálfnuð í dag :) og ákvað bumbukrílið að halda uppá það um helgina með því að láta finna fyrir sér í fyrsta skiptið :) Ekkert smá notaleg tilfinning það. Hallbjörg kom með nokkrar uppástungur að nöfnum um helgina, stelpunöfn Margrét og Emelía og strákanöfn Jóhann eða Almar - Jóhann Almar fannst henni líka afbragðshugmynd :-D Spurning hvort Peta eða Reynir hafi hitt hana á förnum vegi og mútað henni eitthvað :)

Fékk eitthvað mesta eirðarleysiskast EVER á laugardagskvöldið en Vigga og Peta björguðu því með heimsókn og sunnudagurinn svo tekinn í rólegheitum .!.

laugardagur, febrúar 24, 2007

UUUUUuuuuuuuu jjjjjjjáááááááá!!!

Ég hefði nú miklu meira en nóg að gera með spilamennskuna eina og sér.


Annars allt í lukkunnar. Maraþonið og jarðaförin búið og næsti dagskrárliður fyrir utan þetta hefðbundna myndi þá verða messa um næstu helgi. Er svo að fara að halda mitt fyrsta námskeið rétt eftir mánaðarmót og sýnist mér á öllu að mæting verði góð. Veit ekki hvernig mér datt í hug að taka þetta að mér en ég hef svo sem verið í þeirri aðstöðu áður og þá er ekki annað í stöðunni en að gera bara sitt besta. Vona allavega að allir þeir sem taka þátt muni hafa gagn og gaman af - þá er markmiðinu náð....

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

.. stanslaust stuð ..

... það hefur ekkert breyst með að það er nóg að gera á bænum. Messa fyrr í kvöld, kenna í námsmaraþoni á morgun og jarðaför á laugadag.

SUNNUDAGUR = HEILAGUR HVÍLDARDAGUR

... og svo byrjar sama hringiðan og fjörið aftur á mánudaginn. Status qou á síma og peysu, það verður bara svo að vera.

En ég fékk alveg hita í hjartað mitt út árið í dag. Jonni var sendur með skilaboð til mín frá leikskólanum í dag. Sú minnsta á heimilinu var eitthvað lítil í sér á leikskólanum og þegar var gengið á hana vildi sú stutta ekkert segja annað en að hún vildi bara fara heim til mömmu!! ... og það gladdi mitt hjarta svo óendanlega mikið því ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé strangasti uppalandinn í öllum heiminum - en hún kann alveg greinilega að meta það.

..... og fyrst ég er byrjuð á litlunni minni þá er hún svo æðislega góðhjörtuð og alltaf þegar hana langar að vera extra góð við mig þá gefur hún mér styttu og það dúllulegasta við allt saman er að hún gefur mér alltaf sömu styttuna aftur og aftur :) og svo var ég að skamma hana í fyrradag, ein ekki alveg að hlýða útivistarreglunum, byrjar snemma hehe, og hún ekki alveg að höndla að ég væri ósátt þannig að hún fer og sækir styttuna, EINU SINNI ENN :), og segir manstu þegar ég gaf þér þessa styttu, og hvernig var annað hægt en að brosa og gleyma að ég var að skamma hana.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

-FJÚKKET-


Eins gott að hún vann .!. Ekkert smá sátt við þessi úrslit :)


En bömmer dagsins, eiginlega tveir:

a) Ég bara finn ekki nýju uppáhalds peysuna mína. Ekkert smá spæld, en ef svo ótrúlega vill til að hún hafi orðið á vegi einhvers þá er hún grá úr öll, með útvíðum ermum og með tölum frá háls máli og hálfa leið niður. PLEASE EINHVER.

b) Líftími gsm símans míns er liðinn. Ótrúlega langur samt í þetta skiptið, alveg 8 mánuðir. Þannig að ef þið hringið og heyrið ekki neitt, jebbs that´s my mobile, já eða eins og það sé slökkt á honum.

mánudagur, febrúar 19, 2007

I FEEL GOOD ....

Ekkert smá endurnærð eftir helgina. Skelltum okkur í bústað í tvær nætur ég og hann Jón. Þessi helgi var góð blanda af góðum mat, svefni, heitum potti, knúsi, smá peningaeyðslu, Eurovision og einhverju fleiru ;) Er ekki frá því að bumban hafi stækkað dáldið af átinu einu.

Þegar heim kom tók bara við meira dekur. Vorum boðin í bolludagskaffi til Gunnu ömmu og karlinn klikkaði að sjálfsögðu ekki á að gleðja konuna sína með blómum og gjöf :) Held ég eigi eftir vera "5. ára" til eilífðar. Finnst alltaf jafn gaman að vera komið á óvart :-D

SVO ER ÉG LÍKA 5. ÁRA NÚNA því við vorum að kaupa vetrardekk og felgur undir BMW-inn svo ég verð fljótlega farin að trylla á honum í staðin fyrir Toyoutunni.

Hallbjörg var í sælunni á Blönduósi um helgina og ég er ekki frá því að hún sé að skipuleggja flutninga. Sagði við múttu að hún kæmi aftur á föstudaginn .!. Hún var reyndar ekki alveg tilbúin til að flytja frá okkur, en finnst að við fjölskyldan eigum bara að flytja á Blönduós, og þegar ég spurði út í ömmu og afa á móti sem myndu örugglega sakna okkar sárt var lausnin einföld, þau geta bara flutt líka. Hún er ekkert smá spennt yfir litla systkininu :) Segir held ég öllum sem hún hittir frá þessu!!

En svona að lokum. Karlinn í vinnugallanum á forsíðu mbl.is - flottastur ;)

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Dregur nu til tiðinda ....

I love it .....

... ekkert smá glöð, æi ljótt af mér að segja þetta, en í dag féll niður ein bókun hjá Ulrik!! Smá törn í gangi, 6 helgar í röð, og mín orðin pínu þreytt á þessu. Hringdum þess vegna alveg ótrúlega svartsýn á að fá bústað en heppnin með okkur :) Vá hvað sú helgi verður kærkomin hvíldarhelgi..!!

Var að gera góða hluti á föstudagskvöldið. Generalprufa fyrir þorrablótið og lít á símann í einni pásunni og frekar mörg sms. Svara þeim í mjög fljótu bragði og sé svo núna örfáum dögum seinna í sent items að ekki fóru öll þangað sem þau áttu að fara. Í staðin fyrir að svara Helgu KRISTÍNU varð mér á að senda lektor Kennaraháskólans Helgu RUT. Veit ekki hvað hún hefur haldið ........ en ég held ég fari að taka aðeins til í símaskránni og hendi út þeim númerum sem ég þarf ekkert að nota lengur. Ekki í fyrsta skiptið sem ég sendi vitlausu fólki - og það hefur sko oft orðið vandræðalegra en þetta skal ég segja ykkur. Fer ekki út í þá sálma hér því ég roðnaði bara við tilhugsunina.

Fyrir þá sem finnst gaman að skoða myndir þá eru komnar inn myndir hjá Árna Geir af generalprufunni okkar fyrir Þorrablót!!

OG

Ég var að fatta að um síðustu mánaðarmót var 1 ÁR síðan við fjölskyldan fluttum á Ránarbrautina okkar, reyndar þá í eigu Petu og Reynis :) Vá hvað tíminn líður hratt eitthvað.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Margt spennó að gerast á næstunni ;)
Ákvað að gera smá niðurtalningu á einhverjum viðburðum sem standa uppúr sem ég man eftir í mjög fljótu bragði.

16 dagar í sónarskoðun. Erum mikið að spá í að fá að vita kynið.
25 dagar í dekurferð. Hlakka SVO til.
44 dagar þangað til Hallbjörg verður 6. ára. Þetta líður hratt hún var bara 3. ára lítil hnáta þegar við kynntumst :)
46 dagar í páskafrí. Verður eflaust kærkomin hvíld inná milli kirkjuathafna :)
73 dagar í London ferðina okkar, úff hvað ég hlakka til.
115 dagar í sumarfrí. Hef grun um að ég verði mjög fegin þegar þar að kemur. Gott að geta hvílt sig vel fyrir lokasprett meðgöngunnar :)
154 dagar í áætlaðan fæðingardag

Er alveg pottþétt að gleyma einhverju ......

Annars er frekar undarlegt að ferðast á milli bæja núna. Hraðamælirinn er nefnilega bilaður á Toyotunni þannig að maður verður bara að slumpa á þetta. Ekki það að blessaður Veturliði bjóði upp á einhvern hraðakstur, en það er samt frekar óþægilegt að þurfa að treysta á snúningsmælinn. En þetta stendur nú allt til bóta !! Úff hvað ég verð samt fegin þegar við getum tekið BMW-inn út aftur .... eins og ég segi maður er orðinn allt of góðu vanur.

Ég lufsaðist aftur á þorrablótið og var meira að segja allan tímann. Get nú samt ekki sagt að ég hafi stigið villtan dans á gólfinni, hélt mig meira við sama borðið á spjallinu allt kvöldið. Kíkti svo heim með fjóra karlmenn meðferðis í smá spjall og strákarnir kíktu svo aðeins út aftur og komu mjög stuttu seinna heim en tveir þeirra í aðeins öðru vísi ástandi en þegar þeir fóru :-D Sem betur fer var Halli edrú, hefðu örugglega ekki ratað heim án hans. OK kannski smá ýkjur.

Þetta er í annað skiptið sem ég virkilega sé á Jonna að hann hafi fengið sér í glas og ég hefði án djóks getað legið í gólfinu úr hlátri. Frekar skondið að sjá minn mann og ég skemmti mér alveg stórvel við að koma drengjunum í háttinn ... Viðbrögðin voru reyndar alveg þveröfug hjá þeim þegar sprengjan sprakk því annar þeirra svaf þetta allt af sér en ég held hreinlega að það hafi runnið af Jonna við hvellinn :-D

En jæja ... gott að geta sagt fylleríssögur af öðrum þegar maður drekkur ekki sjálfur :-D
NÓG NÚNA ....

sunnudagur, febrúar 11, 2007

FÁVITAR!!

Mér er sko ekki hlátur í huga eftir nóttina. Eiginlega verð ég reiðari eftir því sem ég hugsa meira um þetta því það hefði allt eins getað brunnið ofan af okkur húskofinn í nótt!! Við hrukkum upp við sprengjuhljóð og það engin smá læti og okkur brá svo mikið að við hentumst út - sem og fleiri nágrannar.

ROSA fyndinn hrekkur - EÐA ÞANNIG - að sprengja í skýlinu hjá lögreglunni sem býr við hliðiná okkur, en þessir fávitar sem halda að þeir hafi verið sniðugir hugsuðu málið greinilega ekki mikið lengra því að í skýlinu var GASKÚTUR og það þarf engan snilling til að fá út að þeir voru heppnir að hafa ekki kveikt í allri raðhúslengjunni. Ætli þeir hefðu hlegið þá?

Það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér að lögregluþjónar geti ekki fengið að vinna sína vinnu í friði óáreittir. Það að vera embættismaður í smærri bæjarfélögum hlýtur að vera vandasamt því það er erfitt að taka á ýmsum málum þegar allir þekkja alla. En mér finnst fyrir neðan allar hellur að fólk geti ekki borið virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem þessi starfsstétt gegnir.

Að fara eða vera ...

Dáldið skondin aðstaða núna. Klukkan er 00:11 og ég sit heima uppí rúmi í fínu fötunum með hárið uppsett og allt tilheyrandi. Laumaðist nefnilega aðeins heim úr Félagsheimilinu því ég var ekki alveg að meika þorrablótið. Svo voðalega mikið af fólki eitthvað og vel flestir við skál og ég alveg aðframkomin af þreytu ....

Nú er stóra spurningin hvort maður eigi að freistast á koddann eða hætta þessari leti og koma sér aftur í fjörið? Æi maður er nú ekkert voðalega skemmtilegur þegar maður er svona þreyttur .....

Nóg að gera þessa helgina. Jonni að spila á tveimur blótum og ég í jarðaför. Við erum sko búin að taka ákvörðun um að morgundagurinn fari BARA í að vera með tærnar uppí loft. Sofa, sofa, sofa og sofa og svo kannski kveikja á DVD mynd og jafnvel sofna yfir henni. Svo ætlum við að reyna að komast í bústað bara tvö að dúlla okkur við fyrsta tækifæri ... hvenær sem sú helgi nú verður að við eigum bæði frí ... en það er bara svo algjört must að fara svona í algjöra hvíld öðru hvoru og safna kröftum.

Jæja ... ég læt mig hafa það að kíkja aðeins á stemmarann aftur. ÉG fer þá bara aftur heim :)
Aríós ....

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Út með allan skitinn svo einhver vilji lita inn .....

Jeminn einasti góður. Heimilið mitt ber þess greinilega merki að húsfreyjan er sífellt útivinnandi kona og karlinn ekki síður. Þegar sólin laumar sér svona inn um gluggana fer ekkert á milli mála að rykmaurarnir halda partý á mínu heimili - ALGJÖRLEGA ÓÁREITTIR - og þegar Hallbjörg greyið er farin að hafa orð á að það þurfi að þrífa gluggann inni hjá sér þá er kominn tími til að segja drasslinu og skítnum stríð á hendur.

FARIN AÐ TAKA TIL HENDINNI OG ÞRÍFA .....

...... og það myndi gleðja mitt litla hjarta svo mikið ef þið skilduð nú eftir ykkur loppuför í kommentkerfinu sem ég get laumast í þegar störfum mínum er lokið :) Gætum nú t.d. sett upp veðbanka um hvort kynið ég geng með. Ætli hann Jón minn kunni bara uppskriftina af stelpuhnátum sem hann er reyndar góður í því þær eru svo vel heppnaðar hjá honum - þannig að ekki væri nú amalegt að fá eina í viðbót - eða verður kynjahlutfallið á Ránarbraut 22 jafnt þegar litla krílið bætist í hópinn?

HEYRUMST.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Újé .....

LONDON BABY :)
Hef ekki komið þangað í 10 ár og ekki lítið spennt sko. Strákurinn minn er að fara spila þar og þeir voru svo góðir að hafa dílinn þannig að konurnar fá líka allt saman frítt með :) Nú er bara að krossa putta að heilsan verði í lagi .!. já og nokkrir fleiri lausir endar sem þarf að redda.

Hef annars ósköp lítið meira að babbla. Endurheimti hana Kristínu mína, eiginlega orðin systir mín, en hún allavega flytur frá Lúx eftir örfáa daga og ætlar að ala manninn hjá múttu minni þannig að þar verður kátt í búi næstu mánuðina því þær eru dáldið óborganlegar saman :-D

Gærdagurinn einkenndist af ælu og ógleði fyrri partinn en seinni parturinn mun betri. Þorrablótsæfing og svo eldaði áður nefndur strákurinn minn kjúklingabringur að hætti hússins og haldið ykkur fast, bakaði svo súkkulaðiköku handa frúnni í eftirrétt sem ég sporðrenndi niður með vanilluís - OG SVO ERU ÞESSAR LJÓSMÆÐUR AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ ÉG ÞYNGIST EKKI NÓG - ég skal hundur heita ef ég skila ekki nokkrum kílóum í plús í næstu skoðun...

Ég var heldur betur heppin á laugardagskvöldið. Jonni að spila og ég á leið í sjoppu að kaupa eitthvað rusl eftir þorrablótsæfinguna en þá buðu Signý og Ingibergur okkur Hallbjörgu í mat þannig að í staðin fyrir óhollt sjoppufæði fengum við dýrindis kjúklingarétt með öllu tilheyrandi og stelpurnar, Hallbjörg og Laufey, alsælar að fá að leika sér saman fram á kvöld :)

Pæling dagsins: Ég er að verða svo mikill Skaggi - svei mér þá - þessu hefði ég aldrei trúað uppá sjálfa mig!

laugardagur, febrúar 03, 2007

Gangur lífsins

Nóg að gera þessa helgina, þorrablótsæfingar alla daga, og tvær jarðafarir. Báðar búnar og báðar athafnir fallegar en eins ólíkar og nótt og dagur.

Ég get ekki með nokkru móti skilið hvað fær Guð til þess að leggja á foreldra og ástvini að taka tæplega 2. ára gamalt barn til sín. Að horfa á svona agnarsmá kistu er sjón sem ég vona að ég þurfi aldrei nokkurn tímann að upplifa aftur. En þetta er víst bara gangur lífsins og auðvitað alltaf ósanngjarnt og sárt þegar fólk á besta aldri kveður jarðneskt líf. Það er víst líka nokkuð víst að það er sárt að horfa á eftir gömlu fólki en auðveldara að sætta sig við það.

Læt þetta duga.
Einhvern veginn kemst ekkert annað í dag að í huga mér.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

ÉG breytist seint ...

Lífið er ekki alveg eftir planinu þessa dagana. Ég lofaði sjálfri mér að fara hægt og bítandi að minnka við mig og passa mig því ég var svo lukkuleg með að hafa náð heilsunni aftur í mitt lið en ég fékk án gríns símtal í gær frá manni sem vildi hitti mig sem fyrst að degi til og ég án gríns, byrjaði

„ ... fimmtudagur nei engin smuga þá, föstudagurinn er alveg fullbókaður, mánudagur alveg þéttur til kl.18:30, þriðjudaginn hef ég ekki smugu, hvað segirðu miðvikudaginn 7. febrúar kl.13:40, þá á ég lausan svona hálftíma!! Gengur það? og hann alveg iiiii já, heyrðu við afgreiðum þetta kannski bara í tölvupósti!"

.... og ekki batnaði dagurinn það get ég sagt ykkur. Bara hlóðst á dagana sem eftir koma. Allt svona eitthvað bévítans sem ég get eiginlega ekki komist hjá ... og ég alveg gjörsamlega með æluna uppí háls allan bé...... gærdaginn og já EKKI HÆTT AÐ ÆLA. AAARRRRRggggggg en eflaust engum nema sjálfri mér að kenna fyrir að stappa ekki niður fótum og segja NEI.

Jæja, þetta var nú aldeilis jákvæð og upplífgandi færsla svona í löngu frímínútum á fimmtudegi. Heyrumst.