
Í dag á stóri gullmolinn okkar hún Hallbjörg 6. ára afmæli.
Hún vaknaði kát og hress í morgun og opnaði tvær afmælisgjafir. Núna er hnátan í leikskólanum og búin að panta kvöldmat, kom auðvitað ekkert annað til greina en makkarónugrautur og lét fylgja með - ,,pabbi þú átt að borða hann líka" :) Ein vön því að pabbinn laumist í eitthvað annað þegar hann er á boðstólnum. Pabbinn lætur sig nú samt hafa það í tilefni dagsins!!!! ;)
Til hamingju með snúlluna :-) Vonandi hefur makkarónugrauturinn smakkast vel.....
SvaraEyðaInnilega til hamingju með daginn.
SvaraEyðaHmmm eitthvað kannast ég við svona makkarónugraut á mínu heimili, held það sé a.m.k. nokkrum sinnum á dag sem hann á að vera í matinn :)
Til hamingju með litlu eða á maður kannski að segja stóru stelpuna. Ótrúlegt hvað þau eru fljót að stækka. Vona að grautinn hafi bragðast vel, skil hana vel að hafa vilja hann í matinn hann er svo góður:O)
SvaraEyðaTil hamingju með daginn :)
SvaraEyðaég hefði nú viljað koma í mat í graut, ég elska makkarónugraut :)
kv. Kidda
Til hamingju með stóru skottuna.
SvaraEyðaHallbjörg getur þú kysst Támínu fyrir mig?
Kveðja úr sveitinni
Til hamingju með Prinsessuna ykkar!! Hvernig gerir maður svona makkarónugraut?? Ef hann er svona vinsæll hjá ungviðinu væri ekki lélegt að fá uppskrift ;) Knús úr borginni :D
SvaraEyðaTil hamingju með stelpuna ykkar, þetta með grautinn ekki alveg að ná því hehe skil Jonna vel að laumast í eitthvað annað! :)
SvaraEyða@Helga - danke, jamm hann er alltaf jafn ágætur, heeh.
SvaraEyða@Selma - láttu mig vita það. Sumir myndi lifa á honum ef þeir mættu :)
@Elva Dröfn - úff já hún er orðin stór, finnst hún hafa stækkað heil ósköp bara síðan hún kom í líf mitt.
@Kidda - þú hefðir verið velkomin ;) Reyndi að bjóða mömmu og Kristínu hann en þær voru ekkert æstar í það, hehe.
@Þórunn - takk takk, ehemm, veit ekki með kossinn til Támínu.
@Anna Dögg - jebbs þú verður að fara að æfa þig á makkarónugrautnum, hehe. Gerir hann alveg eins og grjónagraut nema bara tekur mikið styttri tíma. Einfaldast í heimi, sýðurinn makkarónurnar fyrst í vatni og bætir svo mjólk saman við. Fljótlegt og einfalt.
@Inda - hvaða hvaða, veit ekki betur en frændi þinn hann Björn kunni vel að meta þennan graut :) En jú jú að sumu leyti skilur maður hann :)