ÓL 2004
Hvernig er það hægt?
"Ég veit ekki hvort þær eru vinkonur? Kannski eru þær perluvinkonur. Kannski eru þær bara ekkert vinkonur. Svo getur það líka verið allt þar á milli"
Það myndi ég líka halda!!
Mér finnst þulirnir sem lýsa frjálsum íþróttum á ólympíuleikunum vera að fara á kostum ...!! Það veltur upp úr þeim hver vitleysan á fætur annarri og ég hlæ mig máttlausa. Þeir eiga sko ekki í vandræðum með að missa sig úr æsingi yfir hinum ýmsu greinum.
Strandblak er einhver alvinsælasta íþróttagreinin í augum karlmannanna :)Ég skil samt ekki af hverju það er frekar vinsælt en aðrar greinar því konurnar eru ekkert meira fáklæddar þar en í mörgum öðrum greinum. Hins vegar mætti hafa karlana bera að ofan......
VEIT EINHVER UM FAR TIL REYKJAVÍKUR Á FÖSTUDAGINN?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home