Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, október 02, 2011

4 ár

Það er komin einhver þörf í mig að hafa vefsvæði til að tjá mig ..... Er að hugsa um að endurvekja þetta svæði í þeim tilgangi! :)

Góðar stundir!

þriðjudagur, maí 01, 2007

FLUTT

Ætla að prófa að flytja bloggið mitt eftir langa viðverðu hér á blogspot. Verð framvegis hér:

Endilega breytið linknum á síðunni ykkar þið sem það á við um :)

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Ferðahugur

,,hædíhó"
Aftur komið að brottfarardegi. Förum til Reykjavíkur eftir vinnu hjá okkur og svo tryllum við til Keflavíkur í nótt. Hluti af mér er ekki alveg kominn í gír því ég var svo þreytt eftir síðustu ferð en hinn hlutinn er voða spenntur :) Fæ allavega betri tíma til að jafna mig núna því dagurinn eftir heimkomu er 1. maí og maður getur því sofið í stað þess að þurfa að rífa sig upp eftir rúmlega 4 klst. svefn.
Hitt stöffið:
*Mæðraskoðun á eftir.
*Nýjar myndir í bumbumyndaalbúminu á barnalandssíðunni.
*43 dagar í sumarfrí langþráð sumarfrí
*Litla krílið á barnavagn :)
*Hallbjörg fer að hefja síðasta mánuðinn sinn í leikskóla!!!
Njótið helgarinnar, veðurspá fyrir London er svipuð og síðast. Stuttir kjólar og hlýrabolir er málið!!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

BREYTINGAR ;)


Ég held það sé alveg óhætt að segja að það verða mjög miklar breytingar hjá okkur fjölskyldunni í næsta mánuði :) Meira um það síðar!!
Veðurguðirnir eru í liði með okkur þessa dagana og það er ótrúlegt hvað þetta blessaða veður hefur áhrif á allt og alla. Mér skilst að sumarið eigi að vera gott og ég vona svo innilega að það verði raunin því ég hef allan heimsins tíma til að dingla mér í sumar. Jonninn minn er líka að fara í fyrsta skipti í ,,alvöru" sumarfrí - þá á ég við langt og gott frí í nokkrar vikur.
Fékk frábæra spurningu í síðustu viku. Ein lítil dama í 1. bekk vissi að ég hafði verið í útlöndum en hún hafði hins vegar ekki tekið eftir að ég er ófrísk!! Henni varð allt í einu litið á bumbuna og segir "HEY - ertu með barn í maganum? Fékkstu það í útlöndum?" :)
Kannski ég fái þá tvíbura af því að ég er nú á leið aftur til London á föstudaginn!!!! ;)

laugardagur, apríl 21, 2007

Gæsun og fleira

Ný komin heim úr gæsun á Ingu Sóleyju, múahahaha :) Við saumaklúbbssystur létum okkar ekki eftir liggja og engin miskunn þótt hún væri gengin 35 vikur!! Jú ok smá, skal viðurkenna það. Tókum rúnt með hana um Blönduós og gerðum hana að fífli í Kaninkubúning og svo var haldið í Vatnsdalinn í bústað þar sem við grilluðum, flestar tóku pott og enn færri tóku snúning á dansgólfinu. Annars ríkjandi samkomulag um að það sem fram fór í bústað verði bara þar ;)

Annars er maður bara að safna orku fyrir næstu Londonferð. Ég er varla að trúa því hvað ég er búin að vera þreytt eftir ferðina, ég verð rétt að jafna mig þegar maður tætir af stað aftur. Reyndar aðeins öðruvísi í þetta skiptið því við verðum miklu meira tvö útaf fyrir okkur og maður þarf þá ekkert að hafa samviskubit gagnvart öðrum að biðja um hvíldarstopp á 5 mín. fresti. Jonni verður að spila eitt kvöld og það verður á hótelinu sem við gistum á þannig að ég get með góðri samvisku laumað mér í háttinn þegar þreytan kallar.

Ég er rosa mikið að pæla að feta í fótspor frænku minnar og segja skilið við blogspot!! Líst svo helvíti vel á síðunna hennar eftir að hún gerði breytingar og þá fer maður kannski að nenna að henda aftur inn myndum.

Megið alveg taka ykkur á í að skilja eftir ykkur spor ;) Voða lonely færslur eitthvað undanfarið :/
HUGRÚN SIF

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Komin og rétt ófarin

Þá erum við komin aftur í hversdagsleikann eftir frábæra London ferð. Fannst dáldið skondið að fyrir algjöra tilviljun var Raggi Kalli í sama flugi og ég bæði út og heim. Mér fannst það skondið fyrir þær sakir að síðast þegar ég lenti í London var ég einmitt á ferðalagi með honum, Sigríði Helgu og Ardísi.

Að sjálfsögðu gerðum við helling í London eins og sönnum túristum sæmir. Við sem dæmi SVÁFUM :-D Ætluðum að leggja okkur í svona klukkutíma fyrsta kvöldið okkar en fórum á fætur eftir þann leggings 14 klst. síðar. Þreytustuðullinn orðin doldið heavy.

Ef ég á að nefna eitthvað eitt sem stendur uppúr þá er það Queen sýningin og svo fær karlinn sem seldi okkur miðana í Sight seeing tourinn alveg gott prik :) Hann gaf mér þennan líka fína afslátt af því að ég var ófrísk. FLOTTUR.

Við versluðum svo gott sem ekki neitt, alveg ólíkt okkur, en best að vera ekkert að fagna með debet og visa félögunum strax því við erum jú að fara til London eftir 9 daga OG
nei þið eruð ekki stödd í Groundhog day. Við erum að fara AFTUR til London eftir 9 daga :-D

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Blogg-óstuð

Ég er í einhverju ferlegu bloggóstuði núna. Held svei mér þá að eftir því sem maður hefur meira að segja því síður nennir maður að skrifa. En dagskrá næstu daga hljóðar allavega svona:

** Keflavík á morgun á hótel
** London á föstudaginn :)

Ég er alvarlega að pæla í að setja sjálfa mig í Leiðarljósstraff!!!! Hversu sick er það að mann dreymi að maður standi fyrir framan Roger Thorpe með byssu og sé að reyna að ákveða sig hvort maður eigi að skjóta hann eða ekki??????

Nýr möguleiki kominn uppá yfirborðið í húsnæðismálum okkar fjölskyldunnar!! Við erum rosalega spennt fyrir þeim kosti en það er samt algjörlega á byrjunarstigi. Segi betur frá því síðar ef af verður ;)

FARIN AÐ PAKKA

þriðjudagur, apríl 03, 2007

... Pælingar ...


Erum rosalega mikið að pæla núna. Reyndar ekki í fyrsta skiptið, en jæja. Við erum alveg rosalega ánægð með íbúðina okkar og varla að týma að flytja úr henni EN stöndum frammi fyrir því að hún er bara að verða of lítil. Þrjú svefnherbergi er ekki nóg þegar eitt þarf að hýsa okkur, annað fyrir Hallbjörgu og svo kemur að því að ófædda krílið þarf eitt herbergi. Þá eru slatti af hljóðfærum, tölva, nótur og ýmislegt dótarí komið í reiðileysi, svo ekki sé minnst á hvað mig langar í bílskúr og pláss fyrir borðstofuborð.

ÚFF - erfið ákvörðun!! Á maður að fara að setja á sölu og kúpla sig upp í dýrara eða láta sig hafa plássleysið og halda áfram að hafa það gott og geta leyft sér hitt og þetta því afborganirnar eru svo lágar.
Ef við lítum á björgu hliðarnar þá er samt yndislegt að þurfa ekki að hafa áhyggur af stærri hlutum en þetta!!!

mánudagur, apríl 02, 2007

Lager

Ég á tvær bloggfærslur á lager en einhverra hluta vegna og ekki veit ég svarið þá get ég ekki birt færslurnar heima hjá mér ef þær fara yfir ákveðinn orðafjölda, sama hvort ég er í borðtölvunni eða eplatölvunni. Duló.

Ég átti eitt ágætis afrek í síðustu viku. Jonni fór til tannsa á Krókinn og ég ætlaði að labba í leikskólann rétt fyrir fjögur og sækja Hallbjörgu og svo er klukkan rétt að ganga fjögur og ég arka af stað og svo þegar ég kem á leikskólann fannst mér allt ferlega skrítið. Krakkarnir ekki úti eins og þau eru vön þegar ég sæki snúlluna og enn skrítnara fannst mér að þau sátu í mestu makindum og borðuðu brauð þegar ég kom inn. Mér fannst líka undarlegt að Hallbjörg spurði af hverju ég væri að sækja hana svona snemma. Do I need to say more? Klukkan var 14:30 og ég veit ekki enn hvað varð til þess að ég ákvað að hún væri að verða fjögur.

Þetta blogg finnst mér virkilega skemmtilegt. Á eftir að bæta honum inná linkalistann.

föstudagur, mars 30, 2007

BARNAAFMÆLI

Almáttugur hvað við kærustuparið erum fegin að það er HEILT ÁR í næsta barnaafmæli :-D Það er gaman á sinn hátt að halda þessi afmæli en alltaf alveg andskoti gott og rólegt þegar því er lokið :) Þá er bara seinni hálfleikurinn eftir - fjölskylduafmæli!! :) Stóra stelpan okkar himinlifandi með daginn enda búin að telja fólki trú um að hún ætti ekkert afmæli á miðvikudaginn eins og hún átti. Henni fannst hún nefnilega ekkert eiga afmæli af því að veislan var ekki sama dag.

Annars er ég bara alls ekkert hress núna. Flensuhelvítið hlaut að ná í rassgatið á mér og ég er bara full af kvefi og með hálsbólgu og það á versta tíma. Fermingarathöfn hjá mér á Höskuldsstöðum á sunnudag og svo páskadagskrá í kirkjunni. En það verður að taka því sem að höndum ber og vona að heilsan lagist hið snarasta!!

Fékk ÆÐI PÆÐI símtal í dag. Það var hún Svanhildur mín rétt ókomin heim í smá frí frá tískuheiminum í Danmörku. Hún lifir ekki og hrærist í þessum bransa fyrir ekki neitt og hún aðeins að missa sig í óléttufötunum handa mér :) Ekkert smá spennt að fá hana heim í nokkra daga!!

Kveð í kvöld.