Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Blogg-óstuð

Ég er í einhverju ferlegu bloggóstuði núna. Held svei mér þá að eftir því sem maður hefur meira að segja því síður nennir maður að skrifa. En dagskrá næstu daga hljóðar allavega svona:

** Keflavík á morgun á hótel
** London á föstudaginn :)

Ég er alvarlega að pæla í að setja sjálfa mig í Leiðarljósstraff!!!! Hversu sick er það að mann dreymi að maður standi fyrir framan Roger Thorpe með byssu og sé að reyna að ákveða sig hvort maður eigi að skjóta hann eða ekki??????

Nýr möguleiki kominn uppá yfirborðið í húsnæðismálum okkar fjölskyldunnar!! Við erum rosalega spennt fyrir þeim kosti en það er samt algjörlega á byrjunarstigi. Segi betur frá því síðar ef af verður ;)

FARIN AÐ PAKKA

6 Comments:

 • Skemmtið ykkur vel í London.... Bara nice!!! Annars þetta með Roger Thorpe er mjög óeðlilegt :-) En ég hefði drepið hann....

  By Anonymous Nafnlaus, at 12:54 e.h.  

 • @Helga - takk takk :) við ætlum sko að hafa það nice og gaman!!! En já láttu mig vita það með blessaðan Thorpe, mér stóð sko ekki á sama þegar ég vaknaði!!!

  By Blogger Hugrún Sif, at 1:41 e.h.  

 • Hafðu það gott í útlandinu. Við pössum uppá Norðurlandið á meðan.

  By Anonymous Nafnlaus, at 2:12 e.h.  

 • hey, látið vita ef þið hafið áhuga á að kíkja á Oxford, það er ekki langt frá london... annars vona ég að þið hafið það gott í Londres

  By Anonymous Nafnlaus, at 11:08 e.h.  

 • góða skemmtun í LONDON !! ég elska london,enda er ég að fara út í nám þangað í haust ;)

  VÓ hvað hann HEIMIR hefur breyst!! öshj.. :) knús knús frá city of fear and pain

  By Anonymous Nafnlaus, at 2:05 e.h.  

 • @Raven - mín bara farin að nota "dulnefni" :) Takk fyrir sendinguna á Hallbjörgu, henni finnst þau flott þannig að þetta var bara snilld að ég skildi grípa tækifærið fyrir hana í leiðinni.

  @Bobbý - Fjandakornið að lesa þetta eftir að við komum heim, við erum náttúrulega svo miklir Íslendingar að við hugsum ekki Oxford orðið lengra en að fara á Oxford Street :) Erum reyndar að fara aftur til London eftir ehemm 10 daga og væri gaman að sjá hvernig spilaáætlunin er hjá karli og kíkja til OXFORD ef tími gefst. Til lukku með flugáfangann :)

  @Thelma - takk takk takk :) Heyrðu ég vissi ekki að þú værir að fara þangað. Til hamingju með það og ekkert smá ánægð að heyra að þú ætlir að láta vaða á það!!!!!!! En hehe .. fyndið að þér finnist Heimir breytast. ÉG sé hann svo oft þannig að ég tek ekki jafn mikið eftir því en þetta er maður annars að heyra, hehe :)

  By Blogger Hugrún Sif, at 1:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home