Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Komin og rétt ófarin

Þá erum við komin aftur í hversdagsleikann eftir frábæra London ferð. Fannst dáldið skondið að fyrir algjöra tilviljun var Raggi Kalli í sama flugi og ég bæði út og heim. Mér fannst það skondið fyrir þær sakir að síðast þegar ég lenti í London var ég einmitt á ferðalagi með honum, Sigríði Helgu og Ardísi.

Að sjálfsögðu gerðum við helling í London eins og sönnum túristum sæmir. Við sem dæmi SVÁFUM :-D Ætluðum að leggja okkur í svona klukkutíma fyrsta kvöldið okkar en fórum á fætur eftir þann leggings 14 klst. síðar. Þreytustuðullinn orðin doldið heavy.

Ef ég á að nefna eitthvað eitt sem stendur uppúr þá er það Queen sýningin og svo fær karlinn sem seldi okkur miðana í Sight seeing tourinn alveg gott prik :) Hann gaf mér þennan líka fína afslátt af því að ég var ófrísk. FLOTTUR.

Við versluðum svo gott sem ekki neitt, alveg ólíkt okkur, en best að vera ekkert að fagna með debet og visa félögunum strax því við erum jú að fara til London eftir 9 daga OG
nei þið eruð ekki stödd í Groundhog day. Við erum að fara AFTUR til London eftir 9 daga :-D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home