Lager
Ég á tvær bloggfærslur á lager en einhverra hluta vegna og ekki veit ég svarið þá get ég ekki birt færslurnar heima hjá mér ef þær fara yfir ákveðinn orðafjölda, sama hvort ég er í borðtölvunni eða eplatölvunni. Duló.
Ég átti eitt ágætis afrek í síðustu viku. Jonni fór til tannsa á Krókinn og ég ætlaði að labba í leikskólann rétt fyrir fjögur og sækja Hallbjörgu og svo er klukkan rétt að ganga fjögur og ég arka af stað og svo þegar ég kem á leikskólann fannst mér allt ferlega skrítið. Krakkarnir ekki úti eins og þau eru vön þegar ég sæki snúlluna og enn skrítnara fannst mér að þau sátu í mestu makindum og borðuðu brauð þegar ég kom inn. Mér fannst líka undarlegt að Hallbjörg spurði af hverju ég væri að sækja hana svona snemma. Do I need to say more? Klukkan var 14:30 og ég veit ekki enn hvað varð til þess að ég ákvað að hún væri að verða fjögur.
Þetta blogg finnst mér virkilega skemmtilegt. Á eftir að bæta honum inná linkalistann.
Ég átti eitt ágætis afrek í síðustu viku. Jonni fór til tannsa á Krókinn og ég ætlaði að labba í leikskólann rétt fyrir fjögur og sækja Hallbjörgu og svo er klukkan rétt að ganga fjögur og ég arka af stað og svo þegar ég kem á leikskólann fannst mér allt ferlega skrítið. Krakkarnir ekki úti eins og þau eru vön þegar ég sæki snúlluna og enn skrítnara fannst mér að þau sátu í mestu makindum og borðuðu brauð þegar ég kom inn. Mér fannst líka undarlegt að Hallbjörg spurði af hverju ég væri að sækja hana svona snemma. Do I need to say more? Klukkan var 14:30 og ég veit ekki enn hvað varð til þess að ég ákvað að hún væri að verða fjögur.
Þetta blogg finnst mér virkilega skemmtilegt. Á eftir að bæta honum inná linkalistann.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home