Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, apríl 03, 2007

... Pælingar ...


Erum rosalega mikið að pæla núna. Reyndar ekki í fyrsta skiptið, en jæja. Við erum alveg rosalega ánægð með íbúðina okkar og varla að týma að flytja úr henni EN stöndum frammi fyrir því að hún er bara að verða of lítil. Þrjú svefnherbergi er ekki nóg þegar eitt þarf að hýsa okkur, annað fyrir Hallbjörgu og svo kemur að því að ófædda krílið þarf eitt herbergi. Þá eru slatti af hljóðfærum, tölva, nótur og ýmislegt dótarí komið í reiðileysi, svo ekki sé minnst á hvað mig langar í bílskúr og pláss fyrir borðstofuborð.

ÚFF - erfið ákvörðun!! Á maður að fara að setja á sölu og kúpla sig upp í dýrara eða láta sig hafa plássleysið og halda áfram að hafa það gott og geta leyft sér hitt og þetta því afborganirnar eru svo lágar.
Ef við lítum á björgu hliðarnar þá er samt yndislegt að þurfa ekki að hafa áhyggur af stærri hlutum en þetta!!!

1 Comments:

  • Það er nú alltaf gaman að pæla í svona hlutum :) Tilhugsunin að fara í stærra er eitthvað sem heillar mann :) En íbúðin er reyndar rosa sæt og smekkleg sem þið búið í :)

    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home