Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Gleði gleði



Frekja og óþolinmæði íslenskra kúnna geta verið kostuleg. Í fyrradag vorum við tvær frammi í afgreiðslu, önnur að afgreiða og ég að fylla tóman kæli, með fangið fullt af gosi. Við borðið stóðu einn kúnni og var verið að afgreiða hann. Þá kemur kerling að borðinu og segir við mig með frekjutón "afgreiddu mig núna". Ó nei - það var sko ekki hægt að biðja um það kurteisislega. Ég lagði allt saman úr fanginu á í eina hrúgu á borðið og labbaði til konunnar en hvað gerir kerla?? Löng þögn líður og hún segir "ég er ekki alveg búin að ákveða mig" .... Þetta er sko ekkert einsdæmi um fólk sem heldur að jörð og heimur snúist um það þegar það stendur við afgreiðsuborðið og leyfi ég mér að fullyrða að við Íslendingar séum með þeim verri í þessu málefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home