Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Gospel

Ég fór á gospelæfingu, fyrir Verslunarmannahelgina, í gær ... Hann Óskar Einarsson gospel snillingur með meiru kom í Esso-gleðina þar sem ég spurði hann hvenær æfingin byrjaði á þriðjudagskvöldið. Hann horfði á mig skrítnum augum og sagði að hún væri í kvöld .. Eftir smá eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði keyrt frá Reykjavík einu kvöldi of snemma ... RÆS RÆS .... Það var ekki annað að gera en að ræsa út allt liðið (minns og tæplega 30 Skagstrendingar) og hefja æfingu ... (Þúsund þakkir Anna Margrét fyrir koma og vinna fyrir mig). Ég mun syngja eitt sóló í ár "He´s got the whole world, in his hand" og munu Fannar Viggós, Sigga Beinteins og Bjöggi Halldórs einnig syngja sóló .... o ó ... Mér finnst fátt skemmtilegra en að syngja gospel tónlist og get ég farið "í annan heim" þegar Óskar spilar á píanóið, það er ekki ekki hægt að lýsa því með orðum .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home