Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, júlí 21, 2003

-Helgin-

Mín ætlaði heldur betur að slaka á og hafa það gott um helgina .. en vandamálið er að þegar ég segi nei þá hljómar það sem já í eyrum allra annarra. Þetta endaði með því að á föstudaginn spilaði ég á saxann á setningu Matarlistar 2003 og tók Esso vakt, á laugadaginn spilaði ég í jarðaför, söng Supremes ásamt Ardísi (vantaði Hrabbý) á Bylgjulestarpallinum og Landi og sona ballinu og söng og spilaði í afmæli ... Þetta þýddi æfingar eftir miðnætti og á morgnana því hvenær á ég lausar stundir????? Þetta var samt auðvitað líka gaman ;-) Afmælið sem ég var að spila og syngja í var á Stóru-Ásgeirsá, en við Ardís vorum afmælisgjöf frá Magga Kjartans og Jónasi R. (umboðsmanni íslenska hestsins). Gaman að því ;-) ... Þá er bara að setja sig í gírinn fyrir næstu helgi .. vinna, vinna, vinna :-( ... Einhverjar hugmyndir um mínúturnar þess á milli??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home