
Argasta arg ... Það stefnir í að ég fái engar rjúpur í jólamatinn næstu 3 árin. Ég hef upplifað ein jól án þess að fá rjúpur og það voru skelfilegustu jól EVER .... Ég gulltryggði mig um síðustu jól og sendi bæði Ármann og Þórð á fjöll svo að ég fengi nú örugglega í soðið ... En nú er komið babb í bátinn ....
Í vor fékk ég þá flugu í höfuðið að fara á skotvopnanámskeið. Ég verð sennilega að standa við þau orð og fara að skjóta mínar rjúpur sjálf .... Rjúpur skal ég fá!!
En svona úr einu í annað .... Það er ekki af þeim Liverpool mönnum skafið ..... Kíkið á það
hér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home