Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, júlí 24, 2003

-Siglufjörður-

Í gær skellti ég mér með Hauki trommara í Búrabyggð. Ég hef ekki farið þangað í mörg ár og það var hálf skrítin tilfinning að keyra inní bæinn. Ég hef oft komið til Siglufjarðar en bara farið í tvennum erindagjörðum. Eitt skipti fór ég á Síldarævintýri en fannst það svo hræðileg upplifun að ég lét afa, sem einnig var á svæðinu, keyra mig heim (svona er maður nú normal) ... Þannig fór sú ferð allavega ... Öll hin skiptin hef ég verið á Sigló til að keppa í fótbolta. Þess vegna fékk ég svona líka þvílíka stress tilfinningu þegar ég kom inní bæinn í gær því það helltist yfir mig að ég væri á leiðinni uppá völl að keppa og að ég yrði að fara að setja kollinn í gang fyrir leikinn ... Merkilegt nokk ... Þegar mér loksins tókst að telja taugunum trú um að ég væri bara í saklausum rafmagnspælinga erindagjörðum en ekki til að sigra KS í fótbolta fór ég að velta fyrir mér hvernig fólk getur búið þarna ... Bærinn er fallegur og örugglega ágætur á sinn hátt en ég fengi innilokunarkennd dauðans þarna á veturna. Fjöll, mikill snjór og göng til að komast út úr bænum hljómar ekki traustvekjandi ...!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home