Bakstur
ÉG hafði það af að baka í gær (eitthvað annað en vandræði), en það tók sko tímana tvo!! Nú styttist í að ég hætti hjá RARIK þannig að maður verður að kveðja þennan frábæra vinnustað með viðeigandi hætti. Gerði reyndar tvær af því að það er ekki á hverjum degi sem sést til mín við matargerð og lá við að ég sendi hina í Sparisjóðinn á Hvammstanga .... Þetta er nefnilega uppáhalds kaka margra, DAIM ískaka, mmmMMMM. Annars hafa orðið breytingar á áætlun hjá mér. Ég ætlaði suður á laugadag en nú er komin sú staða upp að ég er að syngja á balli bæði föstudags- og laugadagskvöld. En mikið er ég annars orðin spennt að fara suður .....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home