A-Hún vs. V-Hún

Á hverju ári eru tilnefndir afreksunglingar innan raða USVH og mætti USAH taka sér það til fyrirmyndar. Að mínu mati mati er ein helsta hvatningin fyrir unglinga að fá viðurkenningu og hrós fyrir það sem það leggur vinnu sína og metnað í. Er það einhver tilviljun að USVH á svona marga efnilega krakka í frjálsum íþróttum????
Í dag las ég þessa frétt: "Húnaþing vestra veitti nú fyrir skömmu fimm styrki úr Húnasjóð, en hann var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur, sem ráku Alþýðuskóla á Hvammstanga árin 1913 til 1920. Markmið sjóðsins er að stuðla að fag- og endurmenntun fólks búsetts í héraðinu. Úthlutunarfjárhæð hverju sinni er hálf fjárhæð vaxta af eigin fé auk árlegs framlags Húnaþings vestra og var þetta þriðja úthlutun úr sjóðnum. Styrkina, sem voru kr. 100.000 hver hlutu nú; Þormóður Ingi Heimisson, Halldór Sigfússon, Harpa Þorvaldsdóttir, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir og Helena Halldórsdóttir. Elín R. Líndal afhenti styrkina til styrkþega við athöfn á Hvammstanga, Sigríður Ólafsdóttir mætti f.h. systur sinnar Hallfríðar." Þetta finnst mér frábært framtak og hljóta þessir aðilar að hugsa fallega til sinnar heimabyggðar þegar þau eru verðlaunuð á þennan hátt. Það er ekki lengra síðan en nú á þessu ári sem Lúðrasveitin á Blönduósi sótti um styrk frá bænum til tónleikaferðar. Mínir menn voru rausnalegir .... Lúðrasveitin ásamt Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps fékk heilar 15.000 kr!! Vá ..... þvílíkt gjafmildi. Ef við gefum okkur að í hópnum hafi verið 40 manns voru þetta 375 kr. á mann, noh ... dugði næstum í hálfa máltíð.
Ég skora á Blönduósbæ til að skoða hvar megi betur fara í þessum málefnum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stuðningur og hvatning til unga fólksins skili sér til baka!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home