Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

-Ja hérna hér-

Það er alveg kostulegt hvað þessir bændur þekkja þessar kindur sínar. Í mínum augum eru þær allar eins en það er sko aldeilis ekki í augum bændanna. Ég er nú samt búin að afreka að læra markið hans afa, stíft og hamrað, hehe .....

Sauðaþjófnaður sannaður með DNA-rannsókn

"Dómsátt náðist í vor í máli sem varðaði sauðaþjófnað í ónefndri sveit, eftir að þjófnaðurinn sannaðist með DNA-rannsókn. Tildrög málsins voru þau að fjármargur bóndi varð í fyrrahaust var við tvær ungar ær í fé sínu sem markaðar voru bónda í næstu sveit. Fyrrnefndi bóndinn var fjárglöggur og þekkti ærnar sem sínar, en jafnframt sá hann að marki hans hafði verið breytt. Saknaði hann ánna frá fyrra hausti. Þrátt fyrir að enginn vildi kannast við neitt misjafnt var bóndinn viss í sinni sök. Taldi hann sig vita hvaða ær og hrútar voru foreldrar umræddra kinda. Hugkvæmdist honum að sanna mál sitt með DNA-rannsókn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að hann hafði haft rétt fyrir sér frá upphafi og endurheimti hann alls sex kindur fyrir vikið. Hjá viðkomandi sýslumanni náðist dómsátt milli bóndans og sauðaþjófsins."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home