Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, ágúst 11, 2003

-Jí­ha-

Mikið er ég nú ánægð með þessa helgi ... Snilld í næstum alla staði og sennilega sú skemmtilegasta í allt sumar ....!! Ég var jú reyndar að vinna og virtist hálf þjóðin vera á ferðinni en ég kom ansi mörgu í verk fyrir utan það ..... ÉG var kannski pinnku pons svekkt yfir að ég var boðin á tvo staði í RVK á laugadagskvöldið ... afmæli og kveðjupartý ... en ég fékk sárauppbót .... hehe ... Á laugadaginn spilaði ég í brúðkaupi í Þingeyrarkirkju og gekk það rosalega vel. Næst á dagskrá var vinnan en eftir vinnu fór ég svo í smá húsvitjun .... Á sunnudagsmorgun tók ESSO-gleðin aftur við en eftir vinnu gerði ég það allra gáfulegasta sem ég hef gert lengi!! Ég slökkti á gemsanum og lét mig hverfa út í sveit. Kornsá gengið er að heiman þannig að ég og Kristín Bir söfnuðum saman hljóðfærunum sem eru undir okkar höndum og brunuðum í rólegheitin. Útkoman var píanó, þverflauta, tvö klarinett, tenor saxafónn, bariton saxafónn og alto saxafónn .... Ekkert smá stuð ;-) Við skelltum okkur líka á hestbak, mmmm ....!! Fátt betra en að fara á bak í hellidembu og blankalogni ... Ég fann það mjög vel í þessum "skreppitúr" í sveitina hvað ég fer allt allt of sjaldan .. Það getur verið paradís á jörðu ef maður er í rétta gírnum ......!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home