Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, ágúst 25, 2003

Roland G-1000


Hljómborðið mitt er bilað ... oh!! Um daginn tók það uppá því að eyða öllum "fælum" sem voru vistaðir á því. Ég blótaði mér ekkert lítið því Hilmar Sverriss. var búin að segja við mig margoft að ég ætti að geyma þá á zip disk ... en ég er, var og verð sauður. En hvað haldið þið?? Hann þekkir mig nógu vel til þess að hann tók afrit af þessu öllu án þess að segja mér því hann vissi vel að ég væri ekki líkleg til að hlýða. THANKS!! Því bjargað.
Nýjasta vandamálið er hins vegar að það er með sjálfstæðan vilja og er farið að slá öllu saman t.d. í miðju lagi .. ekki mjög vinsælt!! Það virkar þannig að það er eins og ég standi pedalinn ..... Það lítur út fyrir að ég verði að rogast með gripinn í RÍN. Síðast þegar ég fór með það þangað stoppuðu tveir bílar og buðu fram hjálp sína þegar ég rogaðist með gripinn þessa 20m sem ég þurfti að labba frá bílnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home