-Tímamót-
.gif)

1. Stærsti draumurinn er að halda aftur til Danmerkur og fara í Musikkonservatoriet en það þýðir margar fórnir. Skóli næstu 4 árin, námslán í dálítinn tíma, búa í þrengslum á kollegie í 4 ár .... En auðvitað myndi ég fá ómetanlega reynslu í staðinn. Ekki má gleyma að fyrst þyrfti ég auðvitað að komast í gegnum ansi strembið inntökupróf!!
2. Hinn kosturinn varðandi Danmörku er að fara og kenna þar í eitt ár. Þá yrði ég n.k. aðstoðarkennari inní bekkjum og fengi greitt uppihald og húsnæði. Ekki svo vitlaust og ég myndi vonandi læra það sem uppá vantar í dönskunni. Þá get ég líka farið að spila aftur með salsa bandinu mínu sem ég sakna endalaust mikið.
3. Mig hefur alltaf langað til að læra spænsku og væri alveg til í að flytja í spænskumælandi land. Ég gæti þess vegna flutt í nokkra mánuði til Kúbu og farið að týna jarðaber .... Það er allavega nóg af spennandi spænskumælandi stöðum í boði ......
4. Ætti maður kannski að fara að nýta menntun sína???? Að sjálfsögðu er sá kostur í stöðunni að ráða sig sem tónmenntakennara í bænum og halda áfram söngnáminu sem ég er að byrja á í Söngskóla Rvk í haust.
5. Gamla góða Dósin???? Er þetta kannski spurning um að flytja heim á Blönduós, gerast kennari þar og spara smá pening???
6. Einhvern tímann ákvað ég að bæta við mig einu ári í Kennó og fá réttindi til námsráðgjafa. Það er ekki svo vitlaust ......
Jæja ... mine dejlige venner ..... Nú treysti ég á að heyra ykkar skoðun á málinu!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home