Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Tónlist og aftur tónlist

trallala ..... Mikið sungið og spilað um helgina. ÉG hóf merkilegan feril á föstudagskvöldið ... spilaði á trommusettið í Kántrýbæ í einu lagi eða svo. Segið svo að maður reddi ekki málunum ef vandamál koma upp :) Get nú ekki sagt að ég sé efnilegur trommari ... er svona eins og Ringo ... gerði kannski ekki mikið en það sem ég gerði, gerði ég vel. Það verður víst að skjalfesta að Raggi Kalli á heiðurinn af trommuferli mínum. Hann fékk þessa klikk hugmynd um að skella mér á settið og restin af bandinu bað hann vinsamlegast um að hætta öllum hættulegum hugmyndum á stundinni. Raggi sem hafði fulla trú á trommarahæfileikum mínum krafðist þess að ég sýndi liðinu fram á að þetta væri ekki galið!! Settið varð mitt ;) Maður laumast nú stundum í settið hjá litla bró.
Svo kom ball ... og þar gaulaði maður út í eitt. Hörku stuð á liðinu og var hvert lag mjög spennandi ... Við æfðum lítið þannig að það var happa glappa hvernig færi með hvert lag. Magnús Stefánsson þingmaður úr Framsókn var á svæðinu (sá sem gerði lagið Traustur vinur frægt með Upplyftingu) og var honum réttur gítar í hönd og svo trölluðum við saman slatta af prógramminu. Bara gaman!!
Á laugadagskvöldið var svo ball á Hótelinu .... Ágætis gigg .... svo mörg voru þau orð. Eftir það ætlaði ég í Þyrnirósarland en fór ekki betur en svo að ég, Raggi og Haukur ákváðum að bragða aðeins á hvítvíni og bjór. Þynnkan í dag segir allt sem segja þarf um hvernig það fór ...... Skál!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home