Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

-Weekenden-

Uppgjör helgarinnar í stuttu máli ....
Föstudagur: RARIK og Esso-vakt og minns svo þreyttur að ég fór heim að sofa zzzZZZZZ

Laugadagur: Vaknaði af værum blundi við að Hrefna og Þórður voru mætt með litlu englana sína tvo . Vá hvað Víkingur Leon er orðinn stór!! Hvað fær barnið eiginlega að borða ..?? Um kvöldið grilluðum við öll saman og síðan fór mín á Skagaströnd. Þar var frekar döpur stemning að mínu mati en það rættist nú aðeins úr henni eftir því sem leið á kvöldið ... Minns fylgdist með kántrýtónleikunum og þaðan lá leiðin í Kántrýbæ. Ég staldraði frekar stutt þar á bæ og var komin á skikkalegum tíma í bælið ...

Sunnudagur: Vaknaði fyrir allar aldir og mætti galvölsk á gospelæfingu ... Eftir góða æfingu héldum við uppá pall þar sem gospelmessan var haldin. Hún tókst nokkuð vel og ég gat ekki betur séð en að áheyrendur væru í feikna stuði. Eftir messuhöldin brunaði ég heim á Dós, pakkaði á met tíma og brunaði af stað til Akureyrar með Kiddu. Þegar þangað kom tjölduðum við í garðinum hjá Helgu og Hlyn en hverjum öðrum en mér dettur í hug að fara í útilegu án tjaldhæla ... ?? Við fengum mann í málið sem fór uppá tjaldsvæði og fékk nokkra hæla "lánaða". Ég hefði samt átt að hafa aðeins meira fyrir þessu því aldrei steig ég fæti inn í tjaldið ...... Næst á dagskrá var að opna ölið og fengum við afnot af stofunnu hjá H&H (þúsund þakkir!!), þaðan var haldið í brekkusöng að hætti Akureyringa og síðan var stórglæsileg flugeldasýning. Ég var útbúin eins og ég ætlaði uppá jökul en veðrið var snilld!!! Það var því kjörið að eyða nóttinni undir berum himni sem og við gerðum framundir morgun og skemmtum okkur stór vel. Ástandið var misgott á mönnum. Sumir EDRÚ , aðrir passlegir og einhverjir skuggalega hressir .. Nefni engin nöfn hehe ...
Vill einhver gefa sig fram??

Mánudagur: Mín vaknaði eldhress og ekkert þunn ... jíha ... og brunaði heim með Erlu Gísla. Þegar heim kom tók við hálftíma blundur og svo ESSO-vakt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home