Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, september 24, 2003

Göngur


Mikið ofboðslega var gaman í göngum á laugadaginn.
Mikið hrikalega var samt kalt.
Mikið rosalega ætla ég ekki að missa af þessari uppákomu oftar.
Mikið svakalega fékk mikla strengi í magann af öllum stöðum.

Nóg af bulli ......

Loksins kom að því að ég komst með í þessa langþráðu ferð. Árni Björn (pabbi Þrastar og Svans) var svo góður að lána mér hest .... sem Þröstur á nú reyndar ...... og þá var ekki aftur snúið. Veðrið var að hætti Íslendinga, ýmist sól, rigning, rok, logn eða allt í bland en ég lét það ekki spilla túrnum. Komst meira að segja að því að ég hlyti að vera hörkukvendi fyrst ég lifði alla ferðina af og datt ALDREI af baki, enda mikill gæðagripur sem flutti mig áfram. Mér fannst annar hver maður falla til jarðar .. (menn kannski í misjöfnu ástandi til að sitja hest). Ekki var ég í slæmum félagsskap á leiðinni því Maggi Kjartans var mér samferða og Jónas (umboðsmaður hestsins) .... Skarphéðinn, Vala Á. og Árni voru líka voða dugleg að líta til með stelpunni .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home