.gif)
Ég og Kidda svissuðum úr Veggsport í Hreyfingu. Það getur verið strembið að læra að rata á nýjum stöðum og komst ég heldur betur að því í gær. Ég átti að vera mætt í tíma kl.17:30 og var eitthvað seint á ferð. Mér fannst ferlega slæmt að mæta of seint strax á fyrsta degi og var heldur mikið að flýta mér. Ekki hafði ég hugmynd um hvar salurinn sem ég var á leið í væri, en æddi inn þar sem mér fannst líklegt að ég ætti að vera. Við mér blöstu nokkrir karlmenn í sturtu .... Það var sko ekki lítið vandræðalegt að standa allt í einu inni á miðju gólfi í karlaklefanum .....!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home