Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, september 04, 2003

Réttir

Brumm brumm á Dósina í kvöld. Sveitastelpan verður í mér um helgina því á laugadag eru réttir. Kannski einhver sannleikur í því sem Bjarki í Kennó sagði "Þú ert svo mikill bóndi" ...... Ég er alltaf skilgreind sem sveitavargurinn í klíkunni. Ég verð í tvöföldum ham í ár því ég missti af réttunum í fyrra .... sá allavega engar réttir í Danmörku. Ekki margar kindur á Himmelbjarget!! Svo er bara að leyta uppi stíft og hamrað rollurnar eða 21H5 (dökk brúnt merki í hægra eyra), það má alltaf bjarga sér á því. Versta tilhugsun afa er að heyra kallaða upp rollu frá honum í töfludrætti þannig að hann sér um að þræla manni út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home