Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, október 02, 2003

Dagur í Hreyfingu


Mætti í Hreyfingu til í slaginn. Hver vogaði sér í skáp nr.44?? Hann hefur aldrei áður verið upptekinn og hvernig lætur nokkur maður sér detta í hug að ég geti munað nýtt númer til að hafa uppá fötunum mínum aftur. JÆJA ... skápur 22 .... helmingurinn af 44 og afmælisdagurinn minn .... hlýt að geta munað það.
Komin í "átfittið" .... og nú skal sko hlaupa eftir allar styrktaræfingarnar í tímanum hjá Hildi daginn áður. Glæstar vonir á skjánum ... Gott mál - horfi á það og hlusta á pop tv. Oh ... tækið til að hlusta bilað ... Verð að skipta um stað um leið og annað hlaupabretti losnar. COOL - maðurinn er orðinn þreyttur .... gríp tækifærið og næ brettinu hans ..... Hlaupa hlaupa ... Óóoooooooo nnnneeiiii ....... "Gellan" í toppnum er mætt og brettið við hliðiná mér laust .... Ef maður er 120 kg MÆTIR MAÐUR EKKI Í TOPP OG MAGABUXUM í ræktina ., Ætliði að muna það elskurnar!!! Frábært að hún sé að gera eitthvað í sínum málum EN HALLÓ .. hvers á maður að gjalda!! Gellan byrjar að hlaupa ... lyktin og svitinn og ... say no more ..... ÉG tók þá ákvörðun að fara í stigvélina þann daginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home