Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 22, 2003

Dæsús

Manni er hótað lífláti, vinaslitum og ég veit ekki hverju af því að ég vil ekki leysa frá skjóðunni um ónefnda aðilann. Fleiri en einn og fleiri en tveir aðilar eru alveg kol crazy út í­ mig ... "ÉG segi þér alltaf allt og bla bla bla" Chill folks ... Það þurfa ekki alltaf allir að vita allt um alla. Fyrir utan að þetta snýst ekki um mig.

En ég má til með að tjá mig aðeins um Idol. Ég á mér nokkra uppáhalds keppendur ....

A. Að sjálfsögðu held ég númer 1,2, og 3 með Ardísi!! Hún hefur pottþétta rödd og sjálfsöryggið sem þarf. Rétt manneskja á réttum stað sem myndi standa undir væntingum ... !!

B. Njálu strákurinn er snilld. Hann er svo mikið krútt eitthvað og þvílík útgeislun. ÉG er samt hrædd um að hans akkilesarhæll (er þetta rétt stafað) verði söngurinn. Hann vantar kannski meiri kraft og reynslu. En hann á eftir að fá fleiri tækifæri til að sanna sig þannig að ég er ekki tilbúin til að afskrifa sönginn strax.

C. Sjóarinn kemur sterkur inn. Pottþétt rödd, flott look, hress, skemmtilegur, útgeislunin, sjálfstraustið. Er hægt að biðja um meira?

D. Ég hef alltaf fílað röddina hennar Ernu frá því að ég heyrði hana syngja fyrir nokkrum árum. Mér finnst röddin svo björt en samt kraftmikil um leið. Erna er líka með mikla útgeislun þannig að ég sé ekkert til fyrirstöðu að hún massi þetta.

Annars eru þessir krakkar allir frábærir söngvarar en ég vil samt ekki sjá leikhúsgelluna eða Celine Dion stelpuna vinna. Leikhúsgellan fer bara eitthvað í­ mig ... ekki það að hún sé slæm manneskja .. en jæja ... og svo held ég að Celine Dion stelpan, sem reyndar er frábær söngkona á sumum sviðum, lendi í klandri þegar hún á að fara að syngja eitthvað annað en væl lög. Nóg um það .... maður á ekki að sitja heima og dæma aðra. Varð bara aðeins að tjá mig um þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home