Góður!!
Þá er búið að búa til bíómynd um mann. Ég fékk sent myndbrot úr herlegheitunum og það má sjá hér ... og hverjum skyldi nú hafa dottið þetta í hug??? :)
Það er hægt að fá of stóran skammt af tónlist ....!! Gærdagurinn var t.d. þannig að ég kenndi tónmennt til kl.13, fór svo í söngtíma, þá tók við kórinn í Kennó, næst þurfti ég að mæta í söngdeildina í Söngskólanum í 2 klst. og til að kóróna allt saman var svo þriggja tíma söngæfing í Nýja Tónlistarskólanum en við erum að setja upp Schubert messu í G dúr og Stabat Mater. ÉG þarf sennilega ekki að taka fram að ég hafði ekki áhuga á að hlusta á tónlist þegar ég kom heim.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home