Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, október 19, 2003

Helgin


Í einhverju stundarbrjálæði ákvað ég að skella mér á Blönduós á laugadaginn. Ég sé sko ekki eftir því ...!! Voða róleg og þægileg helgi sem fólst í heimsókn til afa, ömmu og afa á Kringlu og Þórdísar Erlu. Hjá Þórdísi rifjaði ég upp gamla takta og prjónaði og prjónaði .. Restinni af tímanum eyddi ég við píanóið því ég er orðinn undirleikari í kór á Selfossi og fer með þeim í Skálholt eftir tvær vikur. Í vor er stefnan svo sett á Finnland.
Nú er ég sjúk í að prjóna og langar helst að byrja á peysu á morgun. Hvað er að gerast með mann?? Ég er alveg orðin gáttuð á hvað ég kann vel við rólegheitin miðað við allan asann sem alltaf er í mínu lífi. LIKE IT ALOT!! Svona án gríns þá held ég hreinlega að ég sé nokkurn veginn búin að taka ákvörðun um að eyða einum vetri á Blönduósi áður en ég held á vit ævintýranna í Danmörku. Fín leið til að slaka á til tilbreytingar og safna smá pening ... Ekki skemmir að ónefndir aðilar eru í sömu Blönduós-hugleiðingum. Það myndi gera veturinn ennþá skemmtilegri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home