Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, október 14, 2003

Nokkrar staðreyndir

1. Ég heiti Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og kom í heiminn 22.nóvember 1981.
2. Ég skil nú ekki af hverju ég er Hallgrímsdóttir þegar pabbi minn heitir Svanur en ekki Hallgrímur. Kannski maður breyti því einn daginn. Það yrði samt skrítið.
3. Ég fæddist á Landspítalanum í Reykjavík. Ekkert smá vesen að koma mér í heiminn. Eftir sólarhrings streð gafst liðið á Dósinni upp og sendi móðir með flugi til borgarinnar og beint undir hnífinn.
4. Stærð mín og þyngd þegar ég fæddist eru mér dulin. Hef aldrei haft rænu á að spurja, var allavega ekki 23 merkur eins og systir mín.
5. Þegar ég var yngri fékk ég alltaf martraðir um Njál Þórðar sem ófreskju. Ég var skíthrædd við hann í mörg ár en er búin að fatta í dag að hann er ekkert hættulegur.
6. Ég held stundum að ég geti flogið því mig dreymir það svo ótrúlega oft.
7. Ég á 5 systkini.
8. Það fer í taugarnar á mér að margir innan fjölskyldunnar láta eins og eitt þeirra sé ekki til.
9. ÉG hef verið í 7 skólum. (Grunnsk. á Blönduósi, Tónlistarskóla A-Hún, FNV, Tónlistarskóla Skagafjarðar, Kennó, Söngskóla Reykjavíkur og Köbenhavns Dag- og aftenseminarium).
10. Ég er Blönduósingur í húð og hár en hef samt líka búið á Sauðarkróki, Kópavogi, Hvammstanga og Kaupmannahöfn.
11. Ég er ánægð með grunnskólagöngu mína. Átti nóg af vinum og áhugamálum og gekk vel að læra.
12. Ég hef orðið ástfangin tvisvar sinnum á ævinni. Hin tilfellin hafa verið mis mikil skot 
13. Tónlistarhæfileikar mínir eru gjöf mín frá Guði. Ég á ótrúlega auðvelt með að læra á öll hljóðfæri og tel mig hafa mikla færni á tónlistarsviðinu. Vildi samt óska þess að ég hefði meiri tíma til að rækta þá.
14. Ég er með fordóma fyrir svörtum karlmönnum. Hef ekkert á móti þeim en er alveg rosalega hrædd við þá.
15. Ég vildi að ég gæti breytt því.
16. Ég fæ innilokunarkennd dauðans. Hef ekki vogað mér í lyftu svo elstu menn muna. Í síðustu viku stalst ég meira að segja til að labba upp 8 hæðir sem mátti ekki fara því það var ný búið að mála.
17. Væri til í að fara á námskeið til að komast yfir þessa hræðslu.
18. Ég hef virkilega hatað tvær persónur á ævi minni.
19. Ég er hætt að hata þær er en í staðin fyrir sárið er ör sem aldrei hverfur.
20. Ég elska að fara á hestbak en hef lítinn tíma til þess því ég hef alltaf of mikið á minni könnu.
21. Ég hef alltaf of mikið að gera og það er farið að pirra mig.
22. Ég á erfitt með að treysta fólki.
23. Ég held roslega oft að hinir og þessir hati mig. Veit ekki af hverju, bara held það.
24. Ég trúi á Guð.
25. Ég held að Svanhildur amma sé alltaf að passa uppá mig.
26. Ég á frábæra fjölskyldu og myndi alls ekki vilja eiga neina aðra.
27. Ragnar afi er samt sú persóna sem ég lít mest upp til. Hann hefur stutt mig svo vel í tónlistinni og ég hefði aldrei náð þangað sem ég hef náð án hvatningar hans.
28. Mig langar til að skíra í höfuðið á honum ef ég einhvern tímann eignast strák.
29. Ég gæti alveg hugsað mér að vera prestur.
30. Ég elska að borða. Ef ég tæki mig ekki reglulega á í ræktinni væri ég yfir 100 kg.
31. Ef ég festist á eyðieyju og mætti hafa einn hlut hjá mér myndi ég velja einhverja mannveru.
32. Margir vinir mínir kalla mig Huggu en það fer meira í taugarnar á mömmu en mér sjálfri. Hún hefur nánast hótað fólki lífláti þegar hún hefur heyrt mig nefnda því nafni.
33.Ég trúi á líf eftir dauðann en hef ekki hugmynd um hvar það líf verður.
34. Þótt ég sé mikil félagsvera er ég alltaf að læra að njóta þess betur og betur að vera ein.
35. Mér finnst ég hafa breyst rosalega mikið síðustu 2 ár. Ég er alltaf að koma mér meira og meira á óvart.
36. Ég er alltaf að lenda í því að eitthvað ókunnugt fólk heilsar mér og fer að spjalla. Ég held ég hljóti að vera með svona vinalegt look.
37. Mér finnst rosalega gaman að rökræða við fólk þótt ég sé ekkert endilega sammála rökunum sem ég set.
38. Ég er spilasjúk. Ef ég má velja á milli þess að fara niður í bæ eða spila vel ég spilin!!
39. Ég er stafsetningar – og málfræðióð. Get gert fólk bilað því ég þarf alltaf að leiðrétta þegar slíkar villur verða á vegi mínum.
40. Ég er rosalega hrædd við krabbamein.
41. Mér er meinilla við tannlækna. Hef ekki þorað að fara eftir að ónefndur tannlæknir mölvaði upp jaxl hjá mér og rak hnífinn í kinnina á mér líka. Ég var samansaumuð, bólgin og kvalin í marga daga.
42. Ég fæ rosalega oft kæki. Ég var farin að halda að ég væri með tourette ... Hver veit?
43. Því meira álag, því erfiðara að hafa stjórn á kækjunum.
44. Ég eyddi mörgum stundum fyrir framan plötuspilarann heima og kíkti inní hann til að reyna að sjá hljómsveitirnar.
45. Einn af bestu dögum í lífi mínu var þegar nágrannar okkar á Skúlabrautinni fluttu út. Ég var svo hrædd við karlinn því hann var alltaf að lemja konuna sína og öskrin fóru ekkert á milli mála.
46. Besti dagur lífs mín var samt 21.árs afmælið mitt. Þá bjó ég í Danmörku og var komið á óvart bæði af krökkunum í skólanum og svo komu Linda og Svanhildur óvænt frá Íslandi.
47. Þótt ég, Linda og Svanhildur séum allar mjög ólíkar erum við svona fjölskylduþremenning sem ég hefur fært mér margar gleðistundir í lífinu.
48. Ég er rosalega skapstór og get átt í mestu vandræðum með að hemja skap mitt. Ég er samt alltaf að læra betur og betur að hafa stjórn á því.
49. Síminn minn getur verið verkfæri djöfulsins þegar ég er vel í glasi.
50. Þetta áttu að vera 100 atriði en hin 50 koma seinna því þetta er orðið so langt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home