Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, nóvember 24, 2003

Afmælisdagurinn minn ;)


Milljón þakkir til allra sem mundu eftir mér á afmælinu mínu .... Toppaði kannski ekki besta dag lífs míns fyrir ári síðan, sem má lesa um hér, en það var ansi nálægt því. Linda og Svanhildur kunna sko að gleðja mann ...!!
ÉG verð nú að segja að ótrúlegasta fólk hringdi, sendi mér tölvupóst eða skilaboð. Annars átti ég frábæran afmælisdag. Byrjaði á að vakna kl.8 og var mætt í ræktina kl.9. Næst lá leið mín í Grafarholtið til Höllu og Nonna þar sem ég skoðaði litlu skvísuna þeirra, algjör dúlla. Síðan var haldið á Laugaveginn að syngja jólalög því Orkuveitan var að tendra jólaljósin í bænum, já eða halda uppá afmælið mitt ;) Af Laugaveginum lá leið mín á Thorvaldsen því Jónatan (kærastinn hennar Ardísar) var að opna ljósmyndasýningu. Allir að drífa sig á sýninguna, hún stendur til 3. janúar. Lokapunkturinn var svo partýið heima hjá mér um kvöldið ... Fullt af fólki mætti á svæðið og var svaka stuð á liðinu. Tveir aðilar NENNTU reyndar ekki að koma, þeir eru ekki í náðinni hjá mér núna ;) (svona til að fyrirbyggja misskilning þá varst það ekki þú Jórunn mín :) ) ÉG vona að nágrannar mínir í blokkinni fyrirgefi mér einhvern tímann lætin því við sungum hástöfum. Reyndar kvartaði nú enginn þannig að þetta hlýtur að hafa verið svona fallegur söngur ....... Svo voru líka einhverjir í hrekkjalómastuði, Binni ekki saklaus, gaman að því.... Að sjálfsögðu kíktum við svo í bæinn (þeir sem ekki voru dánir) þar sem Hverfis varð fyrir valinu. Þar skemmti ég mér stórvel svona þegar adrenalínflæðið róaðist. Abbababb og fuglasöngurinn voru ekki beinlínis að höndla að vera í sama húsinu og það var einn stór brandari að fylgjast með "múvmentunum" þar á bæjum. Sigrún, takk fyrir hjálpina við að "kontróla" hlutina ;) Ég hélt svo heim á leið rétt fyrir kl.6 og er ekki í nokkrum vafa um að ég hef sjaldan eða aldrei skemmt mér svona vel edrú, með fullt af fullu liði .....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home