Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, nóvember 10, 2003

Bland í poka


Ég á afmæli eftir 12 daga ..... jíha. Það er útilokað að toppa síðasta afmælisdaginn minn ... en samt er auðvitað ástæða til að "djamma" ..... (ég verð edrú en þið full) jíha. Semsagt .... pabbi og frú eru á leið í burtu og karlinn búinn að gefa samþykki fyrir að ég hafi gleði ... Þá er bara að taka laugadagskvöldið 22.nóvember frá!!!

Rosalega var ég ánægð með Ardísi á föstudagskvöldið. Hún stóð sig eins og hetja, ekkert smá örugg og söng eins og engill. Hún var kannski ekki að syngja neitt brjálæðis lag en kosturinn við það er að þá á hún nóg eftir til að sýna í úrslitakeppninni. Ekki viturlegt að vera búin að spila út öllum trompunum ......!! Hins vegar hefði ég viljað sjá Einar Val eða Odd fara áfram því mér er alveg hætt að lítast á blikuna með þetta kvennadæmi sem þetta er að verða að ...

Hurðu .. Haldiði ekki að það hafi yfir 300 manns borgað sig inná Styrktarsjóðsballið. Ég skemmti mér rosa vel og tók nokkur lög með hljómsveitinni (sem reyndar hefði mátt undirbúa sig aðeins betur). Við skelltum okkur nokkur eftir afmælið hennar múttu og dönsuðum öll saman eins og fyrirmyndar fjölskylda úr sögubók. Ég verð nú að segja að ég var ansi stolt af mínu fólki ... já og ekki má gleyma að við fórum líka öll uppá svið og sungum fyrir mömmu. Það fór sko ekkert á milli mála í veislunni að þetta er tónlistarfjölskylda ... Við spiluðum flest eitthvað á hin ýmsu hljóðfæri og tókum uppá video fyrir Ragnar afa því hann liggur á sjúkrahúsi og gat ekki verið með okkur :-(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home