Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Daddarada

Rétt upp hönd sem missti af síðasta eða þar síðasta Idol þætti og langar til að sjá þættina. Smá sárabót því hér má sjá lögin úr þáttunum. Eru svo ekki allir með á hreinu hvað gerist í næsta þætti?? Þá er komið að tækifærinu hennar Ardísar ... :) ÉG er ekki í nokkrum vafa um að hún á eftir að standa sig!!

Af öðrum málum er það að frétta að fröken Hugrún Sif (áttavilltasta manneskja allra tíma) lærði að rata til Þorlákshafnar og á Selfoss um helgina :) Ég náði ekki alveg að vista Skálholtsleiðina enda alveg nóg að læra hitt í bili. Eins og einhverjir vita er ég orðinn spilastrumpur í kór Selfossi og skellti mér með þeim í æfingabúðir í Skálholt um helgina. Í hópnum voru 46 maurar og 4 tröll og þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina þegar 46 stk. af 14-16 ára stelpum koma saman. Í stuttu máli sagt var þetta rosalega skemmtilegt og ég lærði helling af þessu og vonandi lærðu þær nú eitthvað af mér líka. Ég er ennþá hissa á hvað hægt er að þjálfa góðan kór með þennan aldur .. ekki það að ég hafi átt von á einhverju lélegu!! Þær eru rosalega öflugar og fljótar að læra raddirnar sínar. Ég hlakka mikið til að fara með þeim til Danmerkur. En ein svona smá ráðlegging að lokum .. forðast skaltu herbergi nr.9 múahahahahah!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home