Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, nóvember 30, 2003

Juleferiet

Jæja ... Nú er alvaran tekin við og kominn tími til að læra til tilbreytingar ... Þessi vika verður tileinkuð aðferðafræði og svo er maður bara kominn í jólafrí 5. des!!!! ... já eða svona næstum því. Ég tek 4. stigið í söngnum 12. desember og eftir það bruna ég Norður og helga jólunum Esso-skálanum. Yfirvaldið þar á bæ fer í frí þannig að ég leysi þau eitthvað af og ráðskast dáldið :) En hvað er þetta með að finna sér alltaf eitthvað annað að gera en að læra þegar manni veitir ekki af því að troða einhverju inní hausinn á sér .... Allir litlu hrekkjalómapúkarnir ofsóttu mig um helgina. Hvernig væri nú að leggja sig, þarftu ekki að þvo þvott, langt síðan að þú hefur þurrkað af, hvernig væri nú að taka til í fataskápnum ... Þeir voru alltaf að espa mig út í að gera einhverja aðra hluti en að læra. Þeir bera fulla ábyrgð á þeirri litlu visku sem ég innbyrti um helgina ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home