Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, nóvember 15, 2003

Tapað-fundið

Mér brá ansi mikið á leið minni um Nýbýlaveg áðan. Þar trítlaði ein lítil og ljóshærð ca. 2.ára með dúkku í hönd. Ég gat ekki séð að nokkur væri með henni þannig að ég þorði ekki annað en að hlaupa hana uppi og athuga með gang mála. Ekki hafði greyið hugmynd um hvar hún átti heima og enn síður var hægt að fá uppúr henni hvað hún hét. Einu orðin sem hún fékkst til að eyða í mig var láttu mig vera. Ég varð að spinna heljarinnar lygavef og bjóða henni með mér á róló, og sú stutta var ekki lengi að samþykkja það. Á meðan ég ráfaði um götur í von um að finna einhvern sem þekkti hana og laug að henni að við værum á leiðinni á róló náði ég að hringja í neyðarlínuna ... Ákveðið var að ég hitti lögregluna við 10-11 hjá Þverbrekku en á leiðinni þangað rakst ég á konu sem fannst eins og eins og hún hefði séð stelpuna áður. Hún hélt að það væri möguleiki á að hún byggi í ákveðnu húsi og við þangað. Það kom heim og saman og ég þarf varla að taka fram að fólkið þar á bæ var meira en lítið ánægt að sjá hvað ég hafði meðferðis. Mikið var nú gaman að geta glatt fólkið með því að skila svona dýrmætum grip, þessi litla hnáta hefði getað endað illa, ein á þvæling, klædd í kjól og ráfandi um Nýbýlaveg. PASSA BÖRNIN SÍN!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home