Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, desember 12, 2003

Jólagjafir

Af hverju er það svona mikið ekta ég að mölbrjóta eina af jólagjöfunum sem ég ætlaði að gefa?? Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem mér tekst það .. Ég braut einu sinni jólagjöfina hennar Lindu og það versta var að það var á aðfangadag. Hún fékk því brotna jólagjöf, gaman gaman, en ég skipti henni nú auðvitað fyrir hana eftir jólin. Sem betur fer hafði ég vit á því að brjóta gjöf snemma í ár þannig að ég hafði tíma til að kaupa aðra. Auðvitað lenti ég á sama afgreiðslumanninum og honum fannst ég nú frekar mikil brussa því hann hafði eytt mörgum mínútum í að pakka gripnum inn svo hann myndi ekki brotna. En auðvitað vafðist það ekki fyrir mér!! Fólkið í búðinni hafði svo mikla samúð með mér yfir þessum klaufaskap að ég fékk doldinn afslátt þegar ég keypti gjöfina AFTUR.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home