Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, desember 02, 2003

Snargeðveik

Ég hef oft fengið komment á það í gegnum ævina að ég sé svo frökk og að ég láti vaða á allan fjandann!!! Ég hef nú lítið tekið mark á þessu því mér finnst ég svo mikil hæna ... Pælingarnar fóru hins vegar á smá flakk áðan ...
Ég fékk símtal um það hvort ég væri ekki til í að stjórna Kammerkór Reykjavíkur á Laugaveginum á laugadaginn. Ég sagði bara já án þess að hugsa mig tvisvar um. Þegar ég var búin að kveðja manninn mundi ég eftir einu "smáatriði"

A) Síðan hvenær kann ég að stjórna kór??? ..... OBBOBOBB!! Ég bara kann það ekki .... Skítt með það ....!! Ég læt bara vaða ....

Ekki veit ég ennþá hvernig ég þorði að þjálfa kórinn í DK því ég kunni varla tungumálið, allavega fyrst um sinn og ekki kunni ég neitt í kórstjórnun. Þetta voru 50 stk. musik nemar, flestir ef ekki allir eldri en ég .... EN ég lét bara vaða.

Á framhaldsskólaárunum fór ég í nokkrar Lúðrasveita- og kóræfingabúðir og var þá helsta fórnarlamb þess að taka við helmingnum af hópnum og kenna honum .... Ekki kunni ég það ... Lét bara vaða.

Ég held ég hafi samt grætt heilmikið á þessu öllu saman ... og reynslupokinn smá saman stækkar ....!! Mottóið mitt er að hlutirnir fari allavega aldrei verr en illa ....

Vona bara að Guð og lukkan verði með mér á laugadag ......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home