Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, janúar 15, 2004

5. mars

5. mars er dagurinn gott fólk!! Þá verður haldið uppá 30.ára afmæli Söngskólans og við nemendurnir tökum að sjálfsögðu þátt í þeim fagnaði. Á næstu dögum hefjum við æfingar á lokahlutum Carmen og Carmena Burana, hvernig sem það er nú aftur skrifað. Rúsínan í pylsuendanum er svo að við flytjum þetta ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands, ekki dónalegt það!! Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til að vinna með þessu frábæra fólki. Reyndar verður þetta hörku vinna og ég þarf að taka tvær helgar undir þetta .. but I don´t care!!

Svona úr því að ég er byrjuð að tjá mig þá má ég tilkynna ykkur Króksaranemum doldið sniðugt. ÉG var stödd í partýi hjá honum Ágústi í Kennó um helgina. Það vildi þannig til að með honum í bekk eru Arnar (frjálsíþróttagarpur) og Gestur, betur þekktur sem Goggi, en þeir voru á að sjálfsögðu á staðnum. Ég í fávisku minni hafði ekki hugmynd um að Gestur gengi aðeins undir sínu skírnarnafni í þessum ágæta bekk og var eins og ég hefði komið upp um hernaðarleyndarmál Íraka þegar ég nafngreindi hann sem Gogga .... Held að hann verði aldrei kallaður Gestur framar í Kennó.

En hver ætlar svo að vera fyrstur til að skrifa í nýju gestabókina mína??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home