5. mars

Svona úr því að ég er byrjuð að tjá mig þá má ég tilkynna ykkur Króksaranemum doldið sniðugt. ÉG var stödd í partýi hjá honum Ágústi í Kennó um helgina. Það vildi þannig til að með honum í bekk eru Arnar (frjálsíþróttagarpur) og Gestur, betur þekktur sem Goggi, en þeir voru á að sjálfsögðu á staðnum. Ég í fávisku minni hafði ekki hugmynd um að Gestur gengi aðeins undir sínu skírnarnafni í þessum ágæta bekk og var eins og ég hefði komið upp um hernaðarleyndarmál Íraka þegar ég nafngreindi hann sem Gogga .... Held að hann verði aldrei kallaður Gestur framar í Kennó.
En hver ætlar svo að vera fyrstur til að skrifa í nýju gestabókina mína??
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home