Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, janúar 17, 2004

Argasta arg

Þessi helgi virðist ætla að verða tóm vandræði. Hvað varð um þá gömlu góðu daga þegar maður var aldrei lasinn? Sjálfri mér til mikils ama er ég svo gott sem mállaus ... Get stunið upp einu og einu orði með miklu erfiði, annars er veiklulegt hvísl eini möguleikinn í stöðunni. Kannski er þetta með vilja gert því ég er alveg orðin fjúkandi fjúríus á að bíða eftir einkunnum ... og eins og allir vita á ég erfitt með að leyna því þegar ég er ekki sátt!!! Segi þá allavega ekki nein betur ósögð orð á meðan ... En guði sé lof fyrir MSN og sms á svona dögum ... því mér er lífsins ómögulegt að láta einn dag líða án þess að eiga samskipti við fólk.

Ég var að skoða minningarsíðuna um hann Áka heitinn áðan. Mikið af fallegum myndum og minningarorðum þar að sjá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home