Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, janúar 25, 2004

Bland á blaði

Ég var að setja inn örfáar myndir af einni af Idol-keppnunum sem ég mætti á. Þær má sjá hér.

Helgin var hin ágætasta. Ég, með mína viskí rödd, skellti mér með fótboltastelpunum í keilu á föstudagskvöldið. Vil sem minnst ræða um úrslitin, gerði mig meira svona að fífli. Það tekst fáum að þruma kúlunni af stað áður en spýtan fyrir framan fer upp. Litaskiptin í andlitinu á mér og lætin voru þvílík að fáir misstu af þessu!!

Á laugardaginn var gerð píuferð ásamt Erlu og Auði í bæinn. Kíktum í Kringluna en ég verð að segja að það er ekki verandi nálægt þessum elskum þessa dagana. Þær eru foristusauðir í H-lista Háskólans og áhuginn þvílíkur að ekki er talað um annað. Þær meira að segja sáu Röskvufólk út um alla Kringlu sem voru að sjálfsögðu í leynilegum hernaðarferðum til að njósna um þær. Kannski smá ýkjur en ekki miklar. Ég mæli samt með að þeir sem hafa atkvæðarétt kjósi þær því þær eru svona sannarlega dugnaðarforkar sem hafa margt til sinna mála!!

Á laugardagskvöldið kíkti ég heim til Auðar og Freys . Trivial og Aquarius var upphitunin. Þaðan var haldið í afmæli til Óla Tómasar. Mér til mikillar ánægju hitti ég Guðnýju Ebbu .. Hef bara ekki séð hana í tæp fjögur ár, bara njósnað um hana á blogginu hennar. Það hefur ekkert breyst með það að hún er alltaf jafn skemmtileg þessi elska!! Svo má ég til með að benda á að Óli Tómas er nýlega byrjaður með útvarpsþátt á x-inu (104,5) á laugardögum kl.12-16.

Á sunnudagsmorgun, nánar tiltekið kl.08 um morguninn var mín mætt í bílinn sinn og var förinni heitið á Selfoss. Eitt stykki messa kl.11 þar sem presturinn talaði í marga hringi um örvæntingu. Mér var lítið skemmt yfir langri ræðu prestsins því ég sjálf svo ÖRVÆNTINGAFULL og stressuð því frumraun mín, opinberlega með kórnum á Selfossi var framundan. Ég var ekkert súper ánægð með mína frammistöðu en það hefði svo sem getað farið verr ..... Kunni þetta afturábak og áfram en þegar stressið tekur völdin renna nóturnar stundum saman í eitt. Vill til að kirkjugestir eru oft ekkert í yngri kantinum þannig að þeir heyra flestir ekkert allt of vel. Annars verð ég að játa að mér finnst alltaf jafn notalegt að fara í messu. Látið ykkur ekki koma það á óvart ef ég fer að læra guðfræði ef ég fæ leið á kennslunni, múahahahaha

En var ég ein um að finnast Rubert vera mættur sem þjálfari Tékka í landsleiknum????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home