Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, janúar 05, 2004

Gleðilegt nýtt ár

Þá er borgarlífið tekið aftur við viku fyrr en áætlað var .... Ég óttast þá hræðilegu staðreynd að ég sé kannski orðin doldið mikið borgarbarn ....
Jólafríið var fínt .... en svo sem ekkert markvert um það að segja. Það merkilegasta sem dreif á daga mína var að:
- Ég tók bílinn minn svo rækilega í gegn að bróðir minn var næstum viss um að ég hefði skipt um bíl .. (tekið skal fram að bíllinn minn er afar sjaldan tekinn í gegn).
- Geirmundarsveifla á áramótunum. ÉG skemmti mér hörku vel og var ein af sárafáu edrú manneskjunum í húsinu ....
- Aðfangadagskvöldið með sama hætti og venjulega. Ég fékk rjúpur í matinn ... ehehehe ... Ég skaut tófur með rjúpur í kjaftinum þannig að þetta var allt saman löglegt .... Eftir átið, pakkana, ísinn og jólakortin var svo haldið í messu
- Var viðstödd eitt merkilegasta Árbakkakvöld sögunnar. Ég mætti þangað á föstudagskvöldi í þeim tilgangi að spila með Erlu, Óla Tómasi og Kristínu I. en af einhverjum stórundarlegum ástæðum vorum við allt í einu tæplega 30 að spila og haldið ykkur fast!!! Nánast hver og einn einasti edrú og það gildir líka um harðasta drykkjuliðið. CAMERA MOMENT að sjá alla með kók og doritos og spil í hönd á föstudagskvöldi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home