Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, janúar 30, 2004

Gúrkutíð


Annað hvort fer mér aftur í að bulla eða hef bara einfaldlega ekkert að segja .....
Plan helgarinnar er eftirfarandi: Afmæli kl.18 hjá Maríu. Eftir það bruna ég í sveitina til Diddu og ætla að eiga notalegt kvöld með mömmu. Langt síðan að ég sá þessa elsku. Laugardagsmorguninn held ég af stað með Ardísi og Smára í Skorradalinn í bústað í eina nótt .. þ.e.a.s. ef ég villist ekki all svakalega og týnist (sem er mjög líklegt) og á sunnudagskvöldið verða bara rólegheit ...

Maður er alltaf að pæla eitthvað ... Eiginlega eru þessar pælingar komnar í hringi!! Nýjustu vangavelturnar eru hvort maður eigi að fara að safna sér fyrir nýjum hljóðfærum, eða safna til að ferðast eða safna fyrir íbúð ..... Ekki það að ég eigi von á einhverjum milljónum þegar ég fer að kenna, EN ef stefnan verður sett á Blönduós er erfitt að eyða öllum laununum sínum ... Það er rosalega misjafnt hvernig tilhugsunin um Blönduós leggst í mig. Held samt að mér ætti ekkert að leiðast, get þá bara í versta falli farið að undirbúa mig fyrir elliárin og föndrað ;) Vandamálið er að ég er ALVEG ÓVART að breytast í doldið borgarbarn á vissan hátt ...
En áfram með pælingarnar. ÉG sakna þess rosalega frá Danmörku hvað fólki liggur ekki mikið á eins og hérna á Íslandi. Þar er fólk ekkert að drífa sig að binda sig og það þykir ekkert athugavert við fólk að nálgast þrítugt sem er laust og liðugt. Hér er hljóðið í kútnum hins vegar allt annað .... Ég er að verða skrítin því lang flestir vinir mínir eru farnir að búa og/eða komnir með barn. Maður er oft að spá í hvort að maður eigi að æða á eftir þessu lífsgæðakapphlaupi en einhvern veginn er það svo fast í höfðinu á mér að það liggji nú ekkert á þessu hjá mér .. Kannski einfaldlega vegna þess að ég hef bara ekki tíma ... Hver veit??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home