Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Skautar

Jæja ... rétt búin að drepa mig í dag ... JAH allavega úr hræðslu!! Við Danmerkursystur ég og Karen fengum þá vitlausu hugmynd um að drífa okkur á skauta ... Ferðin á skautana endaði annars staðar en á skautasvellinu. Við byrjuðum á bensínstöðinni þar sem e-r gaur var næstum því búinn að keyra á okkur .... Þaðan héldum við svo í Grafarvoginn og skall þá hið versta rok á. Ekki var það fyrir hvern sem var að halda okkur á veginum en komumst þó hólpnar á leiðarenda. Þegar við stigum út úr bílnum tóku veðurguðirnir okkur í sínar hendur. Við byrjuðum báðar að fjúka og þá meina ég fjúka. Það þarf sko vind til að feykja mér og minni þyngd .... Mín för endaði með að ég klessti á jeppa en Karen flaug á rassinn beint ofan í pall. Það vildi ekki betur til en að hún missti buxur sem hún hélt á og mér fannst greinilegra mikilvægara að ná buxunum en að athuga hvort hún væri lífs eða liðin. Ég sá strax að sá eltingaleikur væri vonlaus þar sem ég og lappirnar mínar höfðum ekki stjórn á ferðinni. Við hentumst inní bíl og af stað á eftir buxunum og voru gangstéttir og rauð ljós engin fyrirhöfn. Þegar buxunum hugðist loksins að stoppa æddi ég út úr bílnum og handsamaði þær. Þá vorum við NOTA BENE lengst upp á grasi og búnar að keyra upp kansteina og yfir gangstétt. Eitt vandamál enn ... við sátum fastar í snjóskafli. Eftir þessar hremningar fannst okkur tilhugsunin um heitt kakó og að spila manna betri þannig að skautaferðin bíður betri tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home