Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, janúar 09, 2004

Sprautur


Ekki veit ég hvað hefur komið yfir mig. Ég er heltekin af leti og svefnsýki .... Í nótt og eiginlega í dag svaf ég í 14 klst. og hefði örugglega aldrei vaknað aftur ef remainderinn hefði ekki hringt og verið að minna mig á að Heimir bróðir er 17.ára í dag. Til lukku með það karlinn, vertu svo ekkert að flýta þér að taka bílprófið .... hehe. Nei nei, auðvitað máttu alltaf fá hann lánaðan þegar hann er ekki í notkun!!!

Idol í kvöld!!! Það þýðir trekktar taugar í kvöld, en ég mæti aftur í mitt "gamla" sæti í Smáralindinni .... Vonandi fer þetta bara allt saman vel og EKKI nenni ég að heyra eitthvað væl eða afsakanir í Önnu Katrínu í kvöld eina ferðina enn!!

Ég fór í blóðprufu í svona hundraðasta skiptið á einu ári í fyrradag. Alveg merkilegur staður!! Hef upplifað ýmislegt á þessum óvinsæla stað í mínum huga.
Í fyrsta lagi verð ég alltaf svo marin eftir sömu konuna þannig að ég lít út eins og ég sé að sprauta mig í æð.
Í öðru lagi er ekkert spennandi að sjá fullt af blóði snúast í hringi eftir einhverju hjóli þegar verið er að taka úr manni blóð.
Í þriðja lagi varð ég ekkert súper happy um daginn þegar ein konan stakk mig þrisvar. Fyrst sprautaðist blóðið út um allt í staðin fyrir í prufuna, jommý, svo reyndi hún að taka blóð úr sömu æð og meira að segja ég hafði vit á að það þýddi lítið því blóðið þaðan var út um allan handlegg. Tókst í þriðja ... og þá var ég orðin sæmilega blóðlaus og pirruð.
Í fjórða lagi langaði mig að vita blóðflokkinn minn, enda tugir lítra sem þeir soga úr manni. Ég fékk þá skýringu að ég fengi ekki að vita það nema fara í blóðbankann og gefa blóð. Einmitt það sem mig langar eftir allar þessar hremningar, fyrir utan að ég má alls ekki gefa blóð næstu mánuði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home